Liður 27. í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 31. mars 2021:
Lagt fram mæliblað af lóðinni Hofsbót 2, sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag miðbæjar og einnig tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins sem nú er í auglýsingu.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að byggingarréttur á lóðinni Hofsbót 2 verði boðinn út til samræmis við ákvæði gr. 3.2 í reglum um úthlutun lóða og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að útfæra útboðsskilmála í samráði við bæjarlögmann. Einnig er lagt til við bæjarstjórn að gatnagerðargjald fyrir lóðina verði 15% sbr. ákvæði 5.2.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.