Erindi dagsett 7. apríl 2021 þar sem Margrét Silja Þorkelsdóttir f.h. Vegagerðarinnar tilkynnir Akureyrarbæ um fyrirhugaða færslu Eyjafjarðarbrautar vestri um Hrafnagilshverfi. Megintilgangur framkvæmdarinnar er að tryggja greiðari samgöngur og aukið umferðaröryggi. Akureyrarbær er eigandi Botns, landnr. 252574, sem verður fyrir áhrifum vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Veittur er fjögurra vikna frestur til þess að koma að athugasemdum við tilhögun framkvæmda ef einhverjar eru.
Þórhallur Jónsson kynnti erindið.