Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits, sem nær til húsaraðar vestan Hafnarstrætis eða lóða 67-79. Er breytingin lögð fram í kjölfar afgreiðslu skipulagsráðs á fundi 31. október sl. Í breytingunni felst að ekki verður gerð krafa um að nýbyggingar verði steinsteypt hús að öllu leyti heldur verði heimilt að þeir hlutar húsa sem eru ofan 1. hæðar geti verið úr léttu burðarefni. Nýbyggingar skulu þó taka mið af yfirbragði byggðarinnar hvað varðar stærðir og hlutföll, form og efnisval.