Aðalskipulagsbreyting - Krossaneshagi

Málsnúmer 2018080081

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 297. fundur - 15.08.2018

Sviðsstjóri skipulagssviðs leggur til að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins á svæði sem nær til B-áfanga Krossaneshaga. Svæðið er í gildandi aðalskipulagi skilgreint sem athafnasvæði en miðað við núverandi og fyrirhugaða starfsemi væri æskilegra að svæðið yrði skilgreint sem iðnaðarsvæði.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að láta vinna lýsingu aðalskipulagsbreytingar í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Skipulagsráð - 307. fundur - 16.01.2019

Lögð fram tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar sem felur í sér breytingu á landnotkun hluta af núverandi athafnasvæði í Krossaneshaga, merkt AT5, yfir í iðnaðarsvæði. Um er að ræða svæði sem nær yfir lóðir í deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga, þ.e. lóðir við Ægisnes og Sjafnarnes. Ástæða fyrir breytingunni er að núverandi landnotkun á lóðum innan svæðisins samræmist betur iðnaðarsvæði auk þess sem skortur er á iðnaðarlóðum innan sveitarfélagsins.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi lýsingu og fela skipulagssviði að kynna hana í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Bæjarstjórn - 3447. fundur - 22.01.2019

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 16. janúar 2019:

Lögð fram tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar sem felur í sér breytingu á landnotkun hluta af núverandi athafnasvæði í Krossaneshaga, merkt AT5, yfir í iðnaðarsvæði. Um er að ræða svæði sem nær yfir lóðir í deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga, þ.e. lóðir við Ægisnes og Sjafnarnes. Ástæða fyrir breytingunni er að núverandi landnotkun á lóðum innan svæðisins samræmist betur iðnaðarsvæði auk þess sem skortur er á iðnaðarlóðum innan sveitarfélagsins.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi lýsingu og fela skipulagssviði að kynna hana í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsráð - 311. fundur - 13.03.2019

Lýsing aðalskipulagsbreytingar sem felur í sér breytingu á landnotkun hluta af núverandi athafnasvæði í Krossaneshaga, merkt AT5, yfir í iðnaðarsvæði, var auglýst til kynningar 20. febrúar 2019. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggja umsagnir Skipulagsstofnunar, Norðurorku og Minjastofnunar. Sviðsstjóri skipulagssviðs lagði fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem byggir á lýsingu og fyrirliggjandi umsögnum.

Skipulagsráð felur skipulagssviði að kynna fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Skipulagsráð - 313. fundur - 10.04.2019

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felst í að hluti núverandi athafnasvæðis, merkt AT5, sem liggur sunnan Óðinsness og vestan Krossanesbrautar breytist í iðnaðarsvæði. Tillagan var auglýst til kynningar 20. mars sl. og hafa engar athugasemdir borist en fyrir liggja umsagnir Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar og Norðurorku við lýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga og feli skipulagssviði að senda breytinguna til athugunar Skipulagsstofnunar.

Bæjarstjórn - 3453. fundur - 16.04.2019

Liður 14 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. apríl 2019:

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felst í að hluti núverandi athafnasvæðis, merkt AT5, sem liggur sunnan Óðinsness og vestan Krossanesbrautar breytist í iðnaðarsvæði. Tillagan var auglýst til kynningar 20. mars sl. og hafa engar athugasemdir borist en fyrir liggja umsagnir Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar og Norðurorku við lýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga og feli skipulagssviði að senda breytinguna til athugunar Skipulagsstofnunar.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsráð - 318. fundur - 26.06.2019

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 10. maí 2019 varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna Krossaneshaga, B-áfanga. Kemur þar fram að ekki er gerð athugasemd við auglýsingu tillögunnar þegar gerð hafi verið betur grein fyrir hvaða flokkar iðnaðarstarfsemi verða heimilaðir á svæðinu til leiðbeiningar fyrir deiliskipulagsgerð svæðisins.
Skipulagsráð felur skipulagssviði að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna með breytingum til að koma til móts við ábendingar Skipulagsstofnunar.

Skipulagsráð - 324. fundur - 09.10.2019

Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 fyrir Krossaneshaga B-áfanga var auglýst frá 14. ágúst með athugasemdafresti til 25. september 2019. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuveri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins. Bárust umsagnir frá Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Hörgársveit og Minjastofnun og eru þær meðfylgjandi. Þá var lögð fram tillaga að svörum Akureyrarbæjar um athugasemdir sem fram koma í umsögnum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að svörum við umsögnum verði samþykkt og að aðalskipulagstillagan verði samþykkt, með minniháttar breytingum til að koma til móts við innkomnar athugasemdir, og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að senda hana Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Bæjarstjórn - 3461. fundur - 15.10.2019

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. október 2019:

Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 fyrir Krossaneshaga B-áfanga var auglýst frá 14. ágúst með athugasemdafresti til 25. september 2019. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuveri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins. Bárust umsagnir frá Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Hörgársveit og Minjastofnun og eru þær meðfylgjandi. Þá var lögð fram tillaga að svörum Akureyrarbæjar um athugasemdir sem fram koma í umsögnum.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að svörum við umsögnum verði samþykkt og að aðalskipulagstillagan verði samþykkt, með minniháttar breytingum til að koma til móts við innkomnar athugasemdir, og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að senda hana Skipulagsstofnun til staðfestingar.


Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti fyrirliggjandi tillögur.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.