Erindi dagsett 15. febrúar 2024 þar sem Helga Eymundsdóttir formaður kjörstjórnar leggur til fyrirkomulag forsetakosninga í sveitarfélaginu þann 1. júní nk.
Lagt er til að Akureyrarbæ verði skipt í tólf kjördeildir, tíu á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Gerð er tillaga um að kjörstaður á Akureyri verði í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hrísey verði kjörstaður í Hríseyjarskóla og í Grímsey verði kjörstaður í félagsheimilinu Múla. Lagt er til að tveir kjörklefar verði í hverri kjördeild á Akureyri, einn í Hrísey og einn í Grímsey.
Þá leggur kjörstjórn til að kjörfundur standi frá kl. 9:00 til kl. 22:00 á Akureyri, Hrísey og Grímsey.