Bifreiðastæðasjóður - gjaldtaka

Málsnúmer 2023020987

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3799. fundur - 23.02.2023

Lagt fram skilamat dagsett 15. febrúar 2023 vegna innleiðingar gjaldskyldu á bílastæðum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð fagnar því að heilt yfir hafi innleiðing gjaldskyldu gengið vel og telur mikilvægt að haldið verði utan um gögn sem byggja megi verklagsreglur á í framhaldinu.

Skipulagsráð - 397. fundur - 01.03.2023

Lagt fram til kynningar skilamat dagsett 15. febrúar 2023 vegna innleiðingar gjaldskyldu á bílastæðum í Akureyrarbæ.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Þórhallur Jónsson D-lista, Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista, Jón Hjaltason óflokksbundinn, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista taka undir bókun bæjarráðs frá 23. febrúar sl. þar sem því er fagnað að heilt yfir hafi innleiðing gjaldskyldu gengið vel. Skipulagsráð telur mikilvægt að haldið verði áfram að safna gögnum sem byggja megi á verklagsreglur í framhaldinu.


Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista þakkar kynninguna.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 134. fundur - 07.03.2023

Lagt fram til kynningar skilamat dagsett 15. febrúar 2023 vegna innleiðingar gjaldskyldu á bílastæðum í Akureyrarbæ.