Samtök orkusveitarfélaga

Málsnúmer 2022100367

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3784. fundur - 20.10.2022

Erindi dagsett 10. október 2022 frá Jóhannesi Á. Jóhannessyni f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um aðalfund Samtaka orkusveitarfélaga þann 11. nóvember nk. og bent á að ef Akureyrarbær vill ganga í samtökin skal senda erindi þess efnis til stjórnar samtakanna fyrir aðalfundinn.

Bæjarráð - 3799. fundur - 23.02.2023

Lögð fram til kynningar bókun sem gerð var stjórnarfundi Samtaka orkusveitarfélaga þann 17. febrúar sl.

Bæjarráð - 3862. fundur - 19.09.2024

Erindi dagsett 10. september 2024 þar sem Gréta Mar Jósepsdóttir f.h. Samtaka orkusveitarfélaga boðar til aðalfundar 9. október næstkomandi kl. 13. Í kjölfar aðalfundar verður svo Orkufundur samtakanna haldinn.

Ef sveitarfélög hafa áhuga á að ganga í Samtök orkusveitarfélaga þarf að senda erindi þess efnis til stjórnar samtakanna þannig að hægt sé að taka erindið fyrir á aðalfundi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja fundinn fyrir hönd Akureyrarbæjar.