Lagt fram samkomulag heilbrigðisráðuneytisins og Akureyrarbæjar um breytt fyrirkomulag vegna byggingar hjúkrunarheimilis á Akureyri fyrir allt að 80 rými. Samkomulagið gerir ráð fyrir að nýtt hjúkrunarheimili verði reist á lóð við Þursaholt í stað Vestursíðu 13 eins og kveðið var á um í fyrra samkomulagi. Breytingin er í samræmi við áform bæjarins um uppbyggingu lífsgæðakjarna fyrir eldri borgara.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.