Málræktarsjóður - aðalfundur 2022

Málsnúmer 2022042584

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3768. fundur - 28.04.2022

Erindi dagsett 22. apríl 2022 frá framkvæmdastjóra Málræktarsjóðs þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins miðvikudaginn 25. maí kl. 15.30 í fundarsalnum F&G á Hilton Reykjavik Nordica. Akureyrarbær á rétt á að skipa einn mann í fulltrúaráð sjóðsins. Tilnefningar, ásamt netfangi þess sem tilnefndur er, þurfa að berast framkvæmdastjóra í tölvupósti eigi síðar en 11. maí n.k.
Bæjarráð felur Hólmkeli Hreinssyni að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum. Einnig tilnefnir bæjarráð Hólmkel í fulltrúaráð Málræktarsjóðs. Bæjarráð hvetur Málræktarsjóð til að kanna möguleika þess að halda fundi sína með rafrænum hætti.