Súlur Vertical - stuðningur við fjallahlaupið

Málsnúmer 2021010344

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 311. fundur - 14.01.2021

Rætt um hugsanlega aðkomu Akureyrarbæjar að fjallahlaupinu Súlur Vertical.

Stjórn Akureyrarstofu - 312. fundur - 26.01.2021

Á fundinn mættu Birkir Baldvinsson og Þorbergur Ingi Jónsson og kynntu verkefnið Súlur Vertical fjallahlaupið.
Stjórn Akureyrarstofu tekur jákvætt í erindið og felur starfsmönnum að leggja mat á kostnað sem felst í stuðningi Akureyrarbæjar við framkvæmd hlaupsins.

Stjórn Akureyrarstofu - 314. fundur - 25.02.2021

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður Akureyrarstofu fór yfir þann kostnað sem felst í stuðningi Akureyrarbæjar við framkvæmd hlaupsins.
Stjórn Akureyrastofu samþykkir stuðning við Súlur Vertical vegna framkvæmda við hlaupið. Annars vegar er um að ræða þjónustustyrk sem felst í vinnuframlagi starfsmanna Akureyrarbæjar að upphæð kr. 341.000 og hins vegar í formi leigu á salernum og greiðslu fyrir akstur samtals að upphæð kr. 360.000. Heildarstyrkur nemur kr. 701.000.

Finnur Dúa Sigurðsson sat hjá.


Finnur Dúa Sigurðsson og Karl L. Hólmgeirsson leggja fram eftirfarandi bókun:

Okkur lýst mjög vel á viðburðinn sem slíkan en hugnast ekki bein fjárframlög í ljósi samdráttar á öllum sviðum Akureyrarbæjar.


Stjórn Akureyrarstofu - 326. fundur - 04.11.2021

Erindi dagsett 18. október sl. frá Birki Baldvinssyni f.h. stjórnar Súlna Vertical þar sem óskað er eftir samstarfi við Akureyrarbæ um framkvæmd hlaupsins til næstu þriggja ára.

Með erindinu fylgir greinargerð vegna styrks sem stjórn Akureyrarstofu veitti vegna Súlna Vertical 2021.
Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum að ganga til samninga við Súlur Vertical vegna áframhaldandi þróunar verkefnisins í þá átt að það verði sjálfbært. Stjórnin leggur áherslu á að verkefnið verði yfirfarið árlega og lagt mat á stöðu þess.

Bæjarráð - 3768. fundur - 28.04.2022

Lögð fram drög að samningi við félagasamtökin Súlur Vertical um framkvæmd og áframhaldandi þróun fjallahlaupsins til ársins 2024.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að afla frekari upplýsinga.

Bæjarráð - 3769. fundur - 05.05.2022

Lögð fram drög að samningi við félagasamtökin Súlur Vertical um framkvæmd og áframhaldandi þróun fjallahlaupsins til ársins 2024.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs þann 28. apríl sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning við félagasamtökin Súlur Vertical. Ákvörðun er fullnaðarákvörðun skv. 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Bæjarráð - 3781. fundur - 22.09.2022

Tekið fyrir erindi dagsett 18. september 2022 frá Birki Baldvinssyni f.h. stjórnar Súlna Vertical þar sem óskað er eftir endurnýjuðu samstarfi um framkvæmd fjallahlaupsins.

Birkir Baldvinsson kynnti efni erindisins.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Birki Baldvinssyni fyrir kynninguna og tekur jákvætt í erindið. Bæjarráð felur forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að leggja fram drög að viljayfirlýsingu um áframhaldandi stuðning Akureyrarbæjar við Súlur Vertical til 5 ára.

Bæjarráð - 3782. fundur - 06.10.2022

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu um áframhaldandi stuðning við fjallahlaupið.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsingu fyrir sitt leyti.