Erindi dagsett 22. apríl 2022 þar sem Elva Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri SSNE og Kristján Heiðar Kristjánsson mannauðsstjóri Slippsins kynna fyrirhugað nám í tæknifræði við Háskólann á Akureyri og óska eftir fjárframlagi vegna verkefnisins. Í erindinu kemur fram að Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík hafi lýst yfir vilja til að standa að sameiginlegri kennslu í tæknifræði við HA og að sú kennsla geti hafist strax á þessu ári. Í þessu ljósi hafa áhugasamir atvinnurekendur í samstarfi við SSNE leitað til helstu fyrirtækja, bæði einka- og opinberra, um að fjármagna byrjunarkostnað sem er um 30 milljónir króna.
Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.