3. liður c) og f) í fundargerð almenns íbúafundar og aðalfundar hverfisráðs Grímseyjar dags. 23. maí 2013, sem bæjarráð 13. júní 2013 vísaði til Fasteigna Akureyrarbæjar:
c) Lóð í kringum Múla. Lóðina þyrfti að forma og móta. Einnig var minnt á margar ábendingar og óskir sem settar hafa verið fram um aðstöðu fyrir boltaleiki
eða sparkvöll. Bent á að leiktækin væru mörg orðin gömul og lúin og að nauðsynlega þyrfti að drena í kringum leikvöllinn.
f) Spurst var fyrir um afdrif erindis um að byggt yrði lítið íþróttahús við sundlaugina, þegar ljóst var að fara þyrfti í stórfellda viðgerð á henni. Bent var á að engin íþróttaaðstaða væri í eyjunni ( utan við sundlaugina) og að salurinn í Múla hentaði mjög illa til íþróttakennslu í skólanum. Bent var á að í þessu tilfelli og öðrum sem hverfisráð og íbúar sendu erindi, bærust engin svör frá deildum og nefndum bæjarins.
1. og 2. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.
Bæjarráð vísar 3., 4., 7. og 8. lið til framkvæmdadeildar.
5. lið er vísað til framkvæmdaráðs vegna gerðar fjárhagsáætlunar 2014.
6. lið er vísað til Hafnasamlags Norðurlands.