Stjórnsýslubreytingar - úttekt

Málsnúmer 2017110159

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3576. fundur - 16.11.2017

Bæjarstjóri kynnti fyrirhugaða úttekt á stjórnsýslubreytingunum.

Bæjarráð - 3591. fundur - 15.03.2018

Lögð fram niðurstaða úttektar á stjórnsýslubreytingum sem gerðar voru á stjórnsýslu Akureyrarbæjar unnin af Róberti Ragnarssyni ráðgjafa.

Róbert Ragnarsson ráðgjafi fór yfir niðurstöðurnar.

Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi D-lista sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Róberti fyrir kynninguna og felur bæjarstjóra að fylgja frekar eftir stjórnsýslubreytingunum í samræmi við niðurstöðu úttektarinnar.

Bæjarráð - 3598. fundur - 17.05.2018

Bæjarstjóri kynnti stöðu innleiðingar stjórnsýslubreytinga.

Bæjarráð - 3624. fundur - 24.01.2019

Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra mætti á fund bæjarráðs og fór yfir stöðu úttektar sinnar á innleiðingu stjórnsýslubreytinga.
Bæjarráð óskar eftir því að endanleg úttekt verði lögð fyrir bæjarráð svo fljótt sem auðið er og felur jafnframt bæjarstjóra að vinna tillögur um aðgerðir í kjölfar úttektarinnar.

Bæjarráð - 3628. fundur - 21.02.2019

Lögð fram úttekt á stöðu innleiðingar stjórnsýslubreytinga.
Frestað.

Bæjarráð - 3630. fundur - 07.03.2019

Rætt um minnisblað aðstoðarmanns bæjarstjóra, dagsett 21. febrúar 2019, um stöðu innleiðingar stjórnsýslubreytinga sem tóku gildi í ársbyrjun 2017.

Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Umræðum verður haldið áfram á næsta fundi.

Bæjarráð - 3631. fundur - 14.03.2019

Rætt var um minnisblað aðstoðarmanns bæjarstjóra, dagsett 21. febrúar 2019, um stöðu innleiðingar stjórnsýslubreytinga sem tóku gildi í ársbyrjun 2017. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 7. mars sl.

Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram.

Bæjarráð - 3702. fundur - 22.10.2020

Rætt um vinnulag og framkvæmd stjórnsýslubreytinga.

Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð áréttar mikilvægi þess að ráðið sé reglulega upplýst um stöðu og gang mála þegar unnið er að breytingum á stjórnsýslu.