Viðauki vegna hækkunar húsaleigu Tröllaborga

Málsnúmer 2018040177

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 9. fundur - 16.04.2018

Ósk um viðauka fyrir árið 2018 vegna hækkunar á húsaleigu í leikskólanum Tröllaborgum lögð fram til kynningar.

Fræðsluráð óskar jafnframt eftir útskýringu á hækkun framkvæmdakostnaðar frá upphaflegri áætlun.

Fræðsluráð - 10. fundur - 30.04.2018

Ósk um viðauka fyrir árið 2018 vegna hækkunar á húsaleigu í Tröllaborgum var lögð fram til kynningar á 9. fundi fræðsluráðs þann 16. apríl 2018.

Jafnframt óskaði fræðsluráð eftir skýringum á hækkun framkvæmdakostnaðar frá upphaflegri áætlun.
Málinu frestað þar sem öll gögn málsins liggja ekki fyrir.

Fræðsluráð - 11. fundur - 07.05.2018

Málið var tekið fyrir til seinni umræðu á 10. fundi fræðsluráðs 30. apríl 2018. Þá var afgreiðslu frestað þar sem öll gögn málsins lágu ekki fyrir.

Fram fór 2. umræða um viðaukann.

Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar gerði grein fyrir heildarkostnaði framkvæmda í Lautinni / Tröllaborgum og ástæðum fyrir hækkun á húsaleigu sem verið er að óska eftir aukningu fyrir. Óskað er eftir að þessum kostnaðarauka verði mætt með viðauka upp á 6.650 þús.kr.

Fræðsluráð samþykkir að vísa óskinni um viðauka til bæjarráðs. Jafnframt vill fræðsluráð benda á nauðsyn þess að UMSA upplýsi tímanlega ef breytingar verða á framkvæmdakostnaði sem áhrif hefur á lausafjárleigu.

Bæjarráð - 3598. fundur - 17.05.2018

4. liður í fundargerð fræðsluráðs dagsett 7. maí 2018:

Málið var tekið fyrir til seinni umræðu á 10. fundi fræðsluráðs 30. apríl 2018. Þá var afgreiðslu frestað þar sem öll gögn málsins lágu ekki fyrir.

Fram fór 2. umræða um viðaukann.

Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar gerði grein fyrir heildarkostnaði framkvæmda í Lautinni / Tröllaborgum og ástæðum fyrir hækkun á húsaleigu sem verið er að óska eftir aukningu fyrir. Óskað er eftir að þessum kostnaðarauka verði mætt með viðauka upp á 6.650 þús.kr.

Fræðsluráð samþykkir að vísa óskinni um viðauka til bæjarráðs. Jafnframt vill fræðsluráð benda á nauðsyn þess að UMSA upplýsi tímanlega ef breytingar verða á framkvæmdakostnaði sem áhrif hefur á lausafjárleigu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fjárveitingu að upphæð 6,65 milljónir króna vegna húsaleigu.