Ungmennaráð

57. fundur 04. desember 2024 kl. 16:00 - 18:00 Rósenborg
Nefndarmenn
  • Aldís Ósk Arnaldsdóttir
  • Bjarki Orrason
  • Fríða Björg Tómasdóttir
  • Heimir Sigurpáll Árnason
  • Íris Ósk Sverrisdóttir
  • Leyla Ósk Jónsdóttir
  • Lilja Dögun Lúðvíksdóttir
  • Ólöf Berglind Guðnadóttir
  • París Anna Bergmann Elvarsd.
  • Rebekka Rut Birgisdóttir
Starfsmenn
  • Hafsteinn Þórðarson umsjónarmaður ungmennaráðs ritaði fundargerð
  • Arnar Már Bjarnason forvarna- og félagsmálafulltrúi
  • Ari Orrason forvarna- og félagsmálafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafsteinn Þórðarson umsjónarmaður
Dagskrá
Arna Lísbet Ásgeirsdóttir boðaði forföll

1.Barnamenningarhátíð 2025

Málsnúmer 2024090963Vakta málsnúmer

Kristín Sóley Björnsdóttir verkefnastjóri hjá Menningarfélagi Akureyrar (MAk) fór yfir skipulag Sumartóna 2025.

Ungmennaráð mun velja tónlistarfólk til að koma fram á Sumartónum. Sumartónar hafa yfirleitt farið fram sumardaginn fyrsta en búið er að leiga út Hamraborg sumardaginn fyrsta 2025. Ungmennaráð mun því einnig velja dagsetningu á Sumartónum 2025 í samráði við MAk.

2.Reglur Akureyrarbæjar um einstaklingsstuðning

Málsnúmer 2024111530Vakta málsnúmer

Rætt var um reglur Akureyrarbæjar um einstaklingsstuðning í félagslegri liðveislu.

3.Vetraríþróttamiðstöð Ísland (VMÍ) 2024-2026

Málsnúmer 2024111439Vakta málsnúmer

Rætt var um Vetrarmiðstöð Íslands og framtíðarsýn VMÍ.

4.Allir með, farsælt samfélag fyrir alla - samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF

Málsnúmer 2023030395Vakta málsnúmer

Rætt var um verkefnið "Allir með"

5.Ungmennaráð - barnvænt sveitarfélag 2024-2027

Málsnúmer 2024080352Vakta málsnúmer

Rætt var um barnvænt hagsmunarmat í fastaráðum bæjarins.

Barnvænt hagsmunarmat er nú aðeins í fræðslu- og lýðheilsuráði en stefnt er að barnvænt hagsmunarmat verði tekið upp í öllum fastaráðum bæjarins á næstunni.

6.Stórþing ungmenna 2025

Málsnúmer 2024120083Vakta málsnúmer

Rætt var um Stórþing ungmenna sem fer fram í Hofi 30. janúar 2025. Farið var yfir skipulag og uppsetningu á Stórþinginu frá 2023. Í framhaldi fórum við yfir næstu skref í undirbúningi fyrir Stórþingið 2025.

7.Ungmennaráð - samskiptasáttmáli

Málsnúmer 2022120502Vakta málsnúmer

Ungmennaráð vann í og lagði fram drög að samskiptasáttmála ungmennaráðs 2024-2025.

Fundi slitið - kl. 18:00.