Allir með, farsælt samfélag fyrir alla - samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF

Málsnúmer 2023030395

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 27. fundur - 13.03.2023

Lagt fram til kynningar samstarfsverkefni íþróttahreyfingarinnar ÍSÍ, UMFÍ og ÍF sem er í vinnslu og felur meðal annars í sér að fjölga tækifærum fatlaðra til íþróttaiðkunar.


Áheyrnarfulltrúi: Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 6. fundur - 13.02.2024

Lagt fram til kynningar samstarfsverkefni íþróttahreyfingarinnar ÍSÍ, UMFÍ og ÍF sem er í vinnslu og felur m.a. í sér að fjölga tækifærum fatlaðra til íþróttaiðkunar.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessumn lið og kynnti verkefnið.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 7. fundur - 30.04.2024

Lagt fram til kynningar samstarfsverkefni íþróttahreyfingarinnar ÍSÍ, UMFÍ og ÍF sem er í vinnslu og felur m.a. í sér að fjölga tækifærum fatlaðra til íþróttaiðkunar.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessumn lið og kynnti verkefnið.
Samráðshópurinn fagnar þessu verkefni og þakkar kynninguna.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 9. fundur - 17.09.2024

Umræða og kynning um íþróttastarf fyrir fatlað fólk, bæði börn og fullorðna, m.a. verkefnið "Allir með" sem á að fjölga tækifærum fatlaðs fólks til íþróttaiðkunar. Fundinn sátu Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþrótta mála hjá Akureyrarbæ og Jóna Jónsdóttir frá ÍBA.
"Allir með" verkefnið er komið af stað, Þór og KA vinna þetta saman en það vantar þjálfara. Eik og Akur eru með íþróttir fyrir fatlaða en börn eru ekki mikið innan þeirra raða.

Umræða um það hvernig best sé að beyta sér varðandi hvernig á að virkja fatlað fólk til þátttöku.

Meiri stuðningur við börn núna í beinu samstarfi við íþróttafélögin.

ÍBA er tilbúið til að upplýsa félögin um áhersluatriði varðandi íþróttir fyrir fatlað fólk þannig að fleiri tækifæri skapist.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 63. fundur - 27.11.2024

Ellert Örn Ellertsson, forstöðumaður íþróttamála sagði frá framgangi verkefnisins Allir með innan sveitarfélagsins.


Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann fulltrúi ungmennaráðs.


Lagt fram til kynningar.

Ungmennaráð - 57. fundur - 04.12.2024

Rætt var um verkefnið "Allir með"