Ungmennaráð - Barnvænt sveitarfélag 2024-2027

Málsnúmer 2024080352

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 54. fundur - 04.09.2024

Ungmennaráð var upplýst um stöðuna á verkefninu Barnvænt sveitarfélag og hlutverk þeirra í því skýrt. Allt sem þau gera á fundum eða verkefni sem þau taka þátt í hafa bein og óbein jákvæð áhrif á verkefnið. Rætt um fræðslunámskeiðin sem ætlast er til þess að þau ljúki og sendi inn viðurkenningarskjöl því til staðfestingar. Valið var um fulltrúa í stýrihóp um Barnvænt sveitarfélag og munu Fríða Björg Tómasdóttir, Leyla Ósk Jónsdóttir, Lilja Dögun Lúðvíksdóttir, Ólöf Berglind Guðnadóttir og Rebekka Rut Birgisdóttir sitja í hópnum fyrir hönd ungmennaráðs.

Ungmennaráð - 57. fundur - 04.12.2024

Rætt var um barnvænt hagsmunarmat í fastaráðum bæjarins.

Barnvænt hagsmunarmat er nú aðeins í fræðslu- og lýðheilsuráði en stefnt er að barnvænt hagsmunarmat verði tekið upp í öllum fastaráðum bæjarins á næstunni.