Umhverfis- og mannvirkjaráð

146. fundur 19. september 2023 kl. 08:15 - 10:45 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Inga Dís Sigurðardóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Sindri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Sjávarhæð og flóð á Akureyri

Málsnúmer 2022091192Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 15. september 2023 vegna stöðu sjóvarna Akureyrarbæjar.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því við bæjarlögmann að tekin verði saman helstu atriði er varða eignarhald og ábyrgð á sjóvörnum á skilgreindum hafnarsvæðum.

2.Snjómokstur 2023-2026

Málsnúmer 2023080469Vakta málsnúmer

Umræða vegna vetrarþjónustu í Hrísey og Grímsey.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að ræða við Vegagerðina um vetrarþjónustu á vegum Vegagerðarinnar í Hrísey og Grímsey. Við yfirtöku Vegagerðarinnar á vetrarþjónustu er mikilvægt að þjónustustig haldist óbreytt.

3.Áramótabrenna 2023

Málsnúmer 2023090574Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 13. september 2023 vegna áramótabrennu í bæjarlandinu.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur áherslu á það að haldin verði áramótabrenna á Akureyri sem uppfyllir kröfur reglugerðar og felur starfsmönnum að útfæra það í samráði við hagaðila.

4.RAPTOR verkefni

Málsnúmer 2023090573Vakta málsnúmer

Ísak Már Jóhannesson verkefnastjóri úrgangs- og loftlagsmála kynnti nýsköpunarverkefni varðandi samþættingu vistvænna ferðamáta á Akureyri, sem er hluti af Raptor verkefninu.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna.

5.Síðuskóli - lóð

Málsnúmer 2023020428Vakta málsnúmer

Staða framkvæmda á lóð Síðuskóla kynnt.
Umhverfis- og mannvirkjaráð lýsir yfir ánægju með framkvæmdina.

6.Strætisvagnar Akureyrar - kaup á vagni

Málsnúmer 2023060064Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 15. september 2023 varðandi kaup á nýjum strætisvagni.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs og fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2024 kaupum á nýjum dísilknúnum strætisvagni að upphæð kr. 37 milljónir. Vagninn er til afhendingar í janúar 2024 og leysir úr brýnni þörf fyrir endurnýjun vegna hárrar bilanatíðni eldri vagna.


Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista og Óskar Ingi Sigurðsson B-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.

7.Fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2023081139Vakta málsnúmer

Gjaldskrár UMSA lagðar fyrir ráðið.

Fundi slitið - kl. 10:45.