Snjómokstur 2023-2026

Málsnúmer 2023080469

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 143. fundur - 15.08.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 14. ágúst 2023 varðandi fyrirhugað útboð á snjómokstri á Akureyri.

Þann 13. júlí 2023 tilkynnti Vegagerðin að frá og með september 2023 muni Vegagerðin taka yfir og sjá um vetrarþjónustu þ.e. snjómokstur og hálkuvarnir á vegum Vegagerðarinnar innan þéttbýlisins á Akureyri. Reiknað er með að Vegagerðin taki yfir alla þjónustu sem Akureyrarbær hefur sinnt fyrir Vegagerðina.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í útboð á snjómokstri og hálkuvörnum til næstu þriggja ára með möguleika á framlengingu í eitt ár.


Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að eiga áframhaldandi samtal um útfærslu á verkefnum Vegagerðarinnar í bæjarlandinu og hvernig samvinnu er háttað á skurðpunktum við götur og stíga í bæjarlandinu. Vísað er til umræðna á fundinum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 146. fundur - 19.09.2023

Umræða vegna vetrarþjónustu í Hrísey og Grímsey.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að ræða við Vegagerðina um vetrarþjónustu á vegum Vegagerðarinnar í Hrísey og Grímsey. Við yfirtöku Vegagerðarinnar á vetrarþjónustu er mikilvægt að þjónustustig haldist óbreytt.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 147. fundur - 10.10.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 6. október 2023 varðandi opnun tilboða í tímavinnu við snjómokstur og hálkuvarnir á Akureyri árin 2023-2026.

Tilboð bárust frá 10 verktökum í 17 tilboðsliði.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að samið verði við 8 verktaka í 17 flokkum með 58 samningum við tæki eða tækjahópa með fyrirvara um að tæki og verktakar standist þær kröfur sem settar voru í útboðsgögnum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 151. fundur - 05.12.2023

Lagt fram minnisblað með breytingum á forgangi við snjómokstur gatna og stíga og breytingum á snjólosunarsvæðum.

Arnór Þorri Þorsteinsson verkefnastjóri á umhverfismiðstöð sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir breytingar á forgangi á smjómokstri og staðsetningum á snjólosunarsvæðum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 174. fundur - 03.12.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 30. nóvember 2024 varðandi breytingu á forgangi í snjómokstri á Akureyri.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagðar breytingar á forgangi í snjómokstri.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 174. fundur - 03.12.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 30. nóvember 2024 varðandi kostnað í snjómokstri á árinu 2024.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir til bæjarráðs viðauka við fjárhagsáætlun 2024 í liðnum snjómokstur og hálkuvarnir að upphæð kr. 60.000.000.

Bæjarráð - 3873. fundur - 12.12.2024

Liður 5 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 3. desember 2024:

Lagt fram minnisblað dagsett 30. nóvember 2024 varðandi kostnað í snjómokstri á árinu 2024.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir til bæjarráðs viðauka við fjárhagsáætlun 2024 í liðnum snjómokstur og hálkuvarnir að upphæð kr. 60.000.000.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð kr. 60.000.000 vegna málsins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 175. fundur - 17.12.2024

Tekin umræða um samspil svifryks og hálkuvarna.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar, Arnór Þorri Þorsteinsson verkefnastjóri á umhverfismiðstöð, Viðar Geir Sigþórsson bæjarverkstjóri á umhverfismiðstöð, Héðinn Björnsson yfirverkstjóri garðyrkjumála á umhverfismiðstöð og Valur Þór Hilmarsson verkstjóri umhirðu og þjónustu á umhverfismiðstöð sátu fundinn undir þessum lið.