Liður 6 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 19. september 2023:
Lagt fram minnisblað dagsett 15. september 2023 varðandi kaup á nýjum strætisvagni.
Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs og fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2024 kaupum á nýjum dísilknúnum strætisvagni að upphæð kr. 37 milljónir. Vagninn er til afhendingar í janúar 2024 og leysir úr brýnni þörf fyrir endurnýjun vegna hárrar bilanatíðni eldri vagna.
Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista og Óskar Ingi Sigurðsson B-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Stefnt er að flutningi jöfnunarstöðvar að Glerártorgi á næstu 1-2 árum. Til að endurnýja vagnaflotann verði keyptir tveir rafknúnir strætisvagnar á næstu 2-3 árum og byggðir upp innviðir fyrir hleðslu þeirra. Mögulega þarf að kaupa í millitíðinni annan notaðan díselvagn til að brúa bilið. Ekki er nægilegt framboð á metani í landinu til að fjölga slíkum vögnum. Núverandi leiðakerfi verður lagað að stækkandi byggð svo sem í Móahverfi og Holtahverfi og einnig lagað að breyttum þörfum svo sem með auknum akstri við Sunnuhlíð, vegna nýrrar heislugæslustöðvar. Áfram verða kannaðir möguleikar á að flétta frístundaakstur barna inn í reglubundinn akstur strætisvagna eftir hádegi á virkum dögum. Jafnframt verði fylgst með þróun í almenningssamgöngum s.s. snjall- og deilisamgöngum.
Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.