Sjávarhæð og flóð á Akureyri

Málsnúmer 2022091192

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 134. fundur - 07.03.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 16. febrúar 2023 varðandi sjávarflóð á Oddeyri 25. september 2022.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því að tekið verði saman minnisblað um aðgerðir og kostnað vegna varna gegn rofi við strandlengju Akureyrarbæjar og við Glerá.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 146. fundur - 19.09.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 15. september 2023 vegna stöðu sjóvarna Akureyrarbæjar.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því við bæjarlögmann að tekin verði saman helstu atriði er varða eignarhald og ábyrgð á sjóvörnum á skilgreindum hafnarsvæðum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 161. fundur - 07.05.2024

Lagðar fram teikningar af fyrirhugaðri sjóvörn milli ÚA og Tangabryggju sem áætlað er að framkvæma í sumar.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð fagnar fyrirhuguðum framkvæmdum Vegagerðarinnar og Hafnasamlags Norðurlands á hafnarsvæðinu og leggur áherslu á að vinna að því samhliða að ljúka því sem upp á vantar á Oddeyrartanga.

Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að vinna málið áfram með skipulagssviði Akureyrar og Hafnasamlagi Norðurlands.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ólafur Kjartansson V-lista og Óskar Ingi Sigurðsson B-lista óska bókað:

Í október árið 2022 fjallaði bæjarstjórn um áhrif óveðurs á innviði og atvinnulíf á Akureyri, þá lagði bæjarstjórn áherslu á að framkvæmdum við land- og sjóvarnir við Akureyri verði flýtt eins og kostur er. Mikilvægt er að fá fram upplýsingar um hvers vegna í framlögðum teikningum og fyrirhuguðum framkvæmdum sé ekki gert ráð fyrir því að klára sjóvarnir milli ÚA og Tangabryggju að öllu leyti og ekki sé fyrirhugað að koma upp sjóvörnum fyrir framan Strýtu. Eðlilegast væri að farið yrði í alla framkvæmdina í sumar, vonandi næst að leysa málið til að svo geti orðið.