Umhverfis- og mannvirkjaráð

134. fundur 07. mars 2023 kl. 08:15 - 11:45 Umhverfismiðstöð
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Inga Dís Sigurðardóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Sindri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Anton Bjarni Bjarkason áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Umhverfis- og loftslagsstefna Akureyrarbæjar - vinna við gerð stefnunnar

Málsnúmer 2020110192Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar 2022-2030 ásamt aðgerðaáætlun til ársins 2025.
Umhverfis- og mannvirkjasviði falið að vinna aðgerðaáætlunina áfram í samræmi við umræður á fundinum og stefnt að því að samþykkja tilbúna aðgerðaáætlun í vor.

2.Boginn - lýsing

Málsnúmer 2023020043Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 3. mars 2023 varðandi endurnýjun á lýsingu í Boganum.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur áherslu á að endurnýjun á lýsingu í Boganum fari inn á framkvæmdaáætlun fyrir árið 2024.

3.Reglubundið eftirlit með brunavörnum 2023-2025

Málsnúmer 2023030205Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 3. mars 2023 varðandi niðurstöðu útboðs á eftirliti með brunaviðvörunarkerfum í stofnunum Akureyrarbæjar.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð hafnar öllum tilboðum í eftirliti með brunaviðvörunarkerfum í stofnunum Akureyrarbæjar.

4.Hverfahleðslustöðvar á Akureyri

Málsnúmer 2023020298Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 6. mars 2023 varðandi á áform um uppsetningu hverfahleðslustöðva á Akureyri.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.

5.Sjávarhæð og flóð á Akureyri

Málsnúmer 2022091192Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 16. febrúar 2023 varðandi sjávarflóð á Oddeyri 25. september 2022.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því að tekið verði saman minnisblað um aðgerðir og kostnað vegna varna gegn rofi við strandlengju Akureyrarbæjar og við Glerá.

6.Félagssvæði KA - stúka, félagsaðstaða og völlur

Málsnúmer 2022110164Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 2. mars 2023 varðandi niðurstöðu útboðana: Lagnir og yfirborðsfrágangur og flóðlýsing, á nýjum keppnisvelli á íþróttasvæði KA
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við Nesbræður ehf. á grundvelli tilboðs þeirra að upphæð kr. 159.561.281. Tvö tilboð bárust.


Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við Metatron ehf. um 800lux lýsingu á grundvelli tilboðs þeirra frá því í október 2022. Eitt tilboð barst.

Umhverfis- og mannvirkjaráð lýsir vonbrigðum yfir því að KSÍ skuli gera kröfur um lágmarksaðbúnað án samráðs við sveitarfélög sem bera kostnaðinn við uppbyggingu íþróttamannvirkja á Íslandi.

7.Hopp - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2020090583Vakta málsnúmer

Lagður fram til upplýsingar, samningur við hlaupahjólaleiguna Hopp Akureyri.

8.Bifreiðastæðasjóður - gjaldtaka

Málsnúmer 2023020987Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar skilamat dagsett 15. febrúar 2023 vegna innleiðingar gjaldskyldu á bílastæðum í Akureyrarbæ.

9.Holtahverfi - gatnagerð og lagnir

Málsnúmer 2021023068Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla nr. 3 dagsett í janúar 2023 vegna framkvæmda við Holtahverfi á Akureyri.

10.Strætisvagnar Akureyrar - kaup á strætisvagni

Málsnúmer 2022021078Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 3. mars 2023 varðandi endurnýjun á strætisvagni.

Fundi slitið - kl. 11:45.