Liður 1 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 16. apríl 2021:
Minnisblað dagsett 13. apríl 2021 varðandi framkvæmdir í Holtahverfi lagt fram.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að framkvæmdum við Holtahverfi verði flýtt til þess að fyrstu lóðir verði tilbúnar í febrúar 2022. Tilfærslu fjármagns á milli ára vegna flýtingarinnar er vísað til bæjarráðs.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.