Umhverfis- og loftslagsstefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2020110192

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 347. fundur - 11.11.2020

Lögð fram til kynningar drög að umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar sem kemur í stað núverandi umhverfis- og samgöngustefnu.
Frestað.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 89. fundur - 13.11.2020

Lögð fram drög að umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar.

Skipulagsráð - 348. fundur - 25.11.2020

Lögð fram til kynningar að nýju drög að umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar sem kemur kemur í stað núverandi umhverfis- og samgöngustefnu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 105. fundur - 10.09.2021

Lögð fram drög að Umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar 2020-2030 ásamt tillögu að aðgerðaáætlun.

Skipulagsráð - 365. fundur - 15.09.2021

Lögð fram drög að Umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar 2020-2030 ásamt tillögu að aðgerðaáætlun.
Skipulagsráð tekur undir bókun bæjarstjórnar frá 7. september 2021 og leggur áherslu á að samþykkt verði ný aðgerðabundin loftslagsstefna fyrir árslok 2021 sem fylgt verður fast eftir á komandi mánuðum og árum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 110. fundur - 03.12.2021

Kynning á umhverfis- og loftslagsstefnu og aðgerðaáætlun.

Guðmundur Haukur Sigurðsson frá Vistorku og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð fagnar þeim drögum sem fram eru komin að stefnu og aðgerðaáætlun og felur starfsmönnum að vinna áfram í samræmi við umræðu á fundinum.

Skipulagsráð - 371. fundur - 08.12.2021

Guðmundur H. Sigurðsson framkvæmdastjóri Vistorku kynnti drög að umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar ásamt aðgerðaáætlun.

Guðmundur H. Sigurðsson og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn í fjarfundabúnaði undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsráð þakkar kynninguna.

Bæjarstjórn - 3511. fundur - 10.05.2022

Lögð fram ný umhverfis- og loftslagsstefna Akureyrarbæjar 2022-2030.

Andri Teitsson kynnti stefnuna. Auk hans tóku til máls Hilda Jana Gísladóttir og Sóley Björk Stefánsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða umhverfis- og loftslagsstefnu með 11 samhljóða atkvæðum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 134. fundur - 07.03.2023

Lögð fram drög að umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar 2022-2030 ásamt aðgerðaáætlun til ársins 2025.
Umhverfis- og mannvirkjasviði falið að vinna aðgerðaáætlunina áfram í samræmi við umræður á fundinum og stefnt að því að samþykkja tilbúna aðgerðaáætlun í vor.