Boginn - lýsing

Málsnúmer 2023020043

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 132. fundur - 07.02.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 3. febrúar 2023 varðandi endurnýjun á lýsingu í Boganum.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir umsögn fræðslu- og lýðheilsuráðs um endurnýjun ljósa í Boganum sem er áætlað að kosti 57 milljónir.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 134. fundur - 07.03.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 3. mars 2023 varðandi endurnýjun á lýsingu í Boganum.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur áherslu á að endurnýjun á lýsingu í Boganum fari inn á framkvæmdaáætlun fyrir árið 2024.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 171. fundur - 15.10.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 11. október 2024 varðandi endurnýjun á lýsingu í Boganum vegna skorts á varahlutum í núverandi lýsingu og hærri viðhaldskostnaðar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 174. fundur - 03.12.2024

Lögð fram minnisblöð varðandi ástand og endurnýjun á lýsingu í Boganum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fara í endurnýjun á lýsingu í Boganum og að ljósin verði keypt á árinu 2025. Heildarkostnaður við verkið er áætlaður um kr. 60 milljónir.

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því við bæjarráð að upphæðin verði sett á fjárfestingaráætlun ársins 2025.

Bæjarráð - 3873. fundur - 12.12.2024

Liður 9 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 3. desember 2024:

Lögð fram minnisblöð varðandi ástand og endurnýjun á lýsingu í Boganum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fara í endurnýjun á lýsingu í Boganum og að ljósin verði keypt á árinu 2025. Heildarkostnaður við verkið er áætlaður um kr. 60 milljónir. Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því við bæjarráð að upphæðin verði sett á fjárfestingaráætlun ársins 2025.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í útboð á lýsingu í Boganum og felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna málið áfram og skoða hvort verkefnið rúmist innan samþykktrar fjárfestingaáætlunar 2025.