Liður 9 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 3. desember 2024:
Lögð fram minnisblöð varðandi ástand og endurnýjun á lýsingu í Boganum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fara í endurnýjun á lýsingu í Boganum og að ljósin verði keypt á árinu 2025. Heildarkostnaður við verkið er áætlaður um kr. 60 milljónir. Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því við bæjarráð að upphæðin verði sett á fjárfestingaráætlun ársins 2025.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.