Umhverfis- og mannvirkjaráð

13. fundur 16. júní 2017 kl. 08:15 - 10:15 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Eiríkur Jónsson
  • Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir
  • Jón Orri Guðjónsson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður tæknideildar
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dóra Sif Sigtryggsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Jón Orri Guðjónsson D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.
Jón Þorvaldur Heiðarsson Æ-lista mætti í forföllum Þorsteins Hlyns Jónssonar.

1.SVA - sala auglýsinga á strætisvagna í eigu Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2017020079Vakta málsnúmer

Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar mætti á fundinn og fór yfir drög að útboðsgögnum vegna auglýsingasölu á strætisvagna dagsett 14. júní 2017.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra og forstöðumanni Umhverfismiðstöðvar að klára útboðsgögnin miðað við umræður á fundinum.

2.Molta - pappírstætari

Málsnúmer 2017010100Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur við Moltu ehf um móttöku á pappír í grenndarstöðvum og kaup á pappírstætara.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir umhverfis- og mannvirkjaráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

Ingibjörg Ólöf Isaksen vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Eiríkur Jónsson varaformaður tók við stjórn fundarins í fjarveru formanns.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samninginn.

3.Aðalstræti 4 - bílastæði bílastæðasjóðs

Málsnúmer 2017060085Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 13. júní 2017 um frágang á almennum bílastæðum fyrir framan Aðalstræti 4.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í framkvæmdina þar sem kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins.

Jón Orri Guðjónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað:

Á þessum stað færi mun betur á því að helluleggja bílastæðin en að malbika þau.

Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráð óskar bókað:

Ekki er talið ráðlegt að helluleggja stæðin þar sem kostnaður við það er um fjórfalt meiri. Almennt eru almenningsbílastæði malbikuð í bæjarlandinu.

4.Naustatjörn - bílastæði

Málsnúmer 2017060086Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 13. júní 2017 vegna fjölgunar bílastæða við leikskólann Naustatjörn.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í framkvæmdina þar sem kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins.

5.Giljaskóli - umferðaröryggi

Málsnúmer 2016120149Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar tillögur að breytingum á innkeyrslum við Giljaskóla ásamt frumkostnaðaráætlun dagsettri 14. júní 2017.

6.Naustaskóli 6. áfangi - lóð

Málsnúmer 2017020140Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi umhverfis- og mannvirkjaráðs var óskað eftir umsögn fræðsluráðs vegna frágangs lóðar sunnan Naustaskóla. Fræðsluráð tók málið fyrir á fundi þann 12. júní og gerði eftirfarandi bókun:

Fræðsluráð fagnar framlögðum teikningum á lóð við Naustaskóla og að framkvæmdir séu nú hafnar.

Fræðsluráð óskar eftir 10 milljóna króna aukafjárveitingu á árinu 2017 til að hægt sé að ljúka fyrstu þremur áföngum samkvæmt teikningu.

Þá leggur fræðsluráð áherslu á að gert verði ráð fyrir síðasta áfanga lóðarinnar við gerð fjárhagsáætlunar árið 2018.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir auka fjárveitingu að upphæð 10 milljónir króna þar sem hún rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins og að verkið verði boðið út.

7.ÖA - stefna og starfsemi

Málsnúmer 2013010214Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá velferðarráði um skipun fulltrúa frá umhverfis- og mannvirkjasviði í starfshóp um viðhalds- og endurbætur á húsnæði ÖA í Austurbyggð sem skila á drögum að viðhalds- og endurbótaáæltun í byrjun september 2017.
Afgreiðslu frestað.

8.Slökkvilið - beiðni um kaup á bílum

Málsnúmer 2017040039Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 13. júní 2017 vegna kaupanna.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir kaupin samkvæmt framlögðum gögnum.

9.Glerárskóli - breytingar vegna 5 ára deildar

Málsnúmer 2017060090Vakta málsnúmer

Lagðar fram tvær beiðnir, annars vegar frá fræðsluráði um fjárveitingu að upphæð 15 milljónir króna til að gera leiksvæði á lóð Glerárskóla, hins vegar frá bæjarráði að upphæð 4 milljónir króna vegna endurbóta innanhúss fyrir 5 ára deild sem taka á til starfa í skólanum í byrjun ágúst 2017.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fjárveitingu að upphæð 19 milljónir króna í verkefnið þar sem kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins.

10.Verkfundargerðir 2017

Málsnúmer 2017010343Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:

Bygging íbúða fyrir fatlaða: 10. fundur verkefnisliðs dagsettur 16. maí 2017.

Listasafn: 2. og 3. verkfundur dagsettir 31. maí og 16. júní 2017.

Nökkvi farg: 3. verkfundur dagsettur 17. maí 2017.

Rangárvallarstígur: 3.- 5. verkfundur dagsettir 9., 16. og 23. maí 2017.

Sundlaug Akureyrar: 14. verkfundur dagsettur 7. júní 2017.

Fundi slitið - kl. 10:15.