Lögð fram að nýju drög að samningi við Moltu dagsett 18. maí 2017 um kaup á pappírstætara. Erindið var áður lagt fyrir á síðasta fundi þann 19. maí 2017.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir umhverfis- og mannvirkjaráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
Ingibjörg Ólöf Isaksen vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Gunnar Gíslason tók við stjórn fundarins í fjarveru formanns og varaformanns.