Slökkvilið - beiðni um kaup á bílum

Málsnúmer 2017040039

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 8. fundur - 07.04.2017

Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri mætti á fundinn og lagði fram beiðni frá Slökkviliði Akureyrar um endurnýjun á tveimur þjónustubifreiðum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir bílakaup að upphæð 10 milljónir króna og felur slökkviliðsstjóra að vinna að málinu ásamt sviðsstjóra.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 11. fundur - 19.05.2017

Lögð fram tilboð sem bárust í þjónustubifreið fyrir Slökkviliðið. Alls bárust tvö tilboð:

Bjóðendur
upphæð
% af áætlun

Hekla hf
8.662.680
99,8%

BL

9.008.511
103,8%







Kostnaðaráætlun
8.680.000
100%

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að samið verði við lægstbjóðanda Heklu hf.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 13. fundur - 16.06.2017

Lagt fram minnisblað dagsett 13. júní 2017 vegna kaupanna.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir kaupin samkvæmt framlögðum gögnum.