Á síðasta fundi umhverfis- og mannvirkjaráðs var óskað eftir umsögn fræðsluráðs vegna frágangs lóðar sunnan Naustaskóla. Fræðsluráð tók málið fyrir á fundi þann 12. júní og gerði eftirfarandi bókun:
Fræðsluráð fagnar framlögðum teikningum á lóð við Naustaskóla og að framkvæmdir séu nú hafnar.
Fræðsluráð óskar eftir 10 milljóna króna aukafjárveitingu á árinu 2017 til að hægt sé að ljúka fyrstu þremur áföngum samkvæmt teikningu.
Þá leggur fræðsluráð áherslu á að gert verði ráð fyrir síðasta áfanga lóðarinnar við gerð fjárhagsáætlunar árið 2018.