Skipulagsráð

366. fundur 29. september 2021 kl. 08:15 - 10:30 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Þórhallur Jónsson formaður
  • Orri Kristjánsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • María Markúsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Dagskrá

1.Þingvallastræti 23 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2021091122Vakta málsnúmer

Erindi Framkvæmdasýslu ríkisins dagsett 23. september 2021 fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins þar sem óskað er eftir úthlutun lóðarinnar Þingvallastræti 23 til byggingar heilsugæslu.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

2.Holtahverfi - uppfærsla deiliskipulags

Málsnúmer 2021090577Vakta málsnúmer

Deiliskipulagi Holtahverfis norður tók gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 11. maí 2021. Við hönnun hverfisins hafa verið gerðar ýmsar minniháttar breytingar á til dæmis legu stíga, afmörkun nýrra lóða o.s.frv. Þá hafa einnig verið gerðar minniháttar breytingar í samráði við eigendur núverandi fasteigna á svæðinu eins og stækkun lóða, breytingu á aðkomu o.fl. Er deiliskipulagið lagt fram með þessum breytingum auk þess sem bætt hefur verið inn heitum á nýjum íbúagötum.
Að mati skipulagsráðs er um að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki talin þörf á að grenndarkynna hana skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Norðurgata 3, 5, 7 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021090303Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. september 2021 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Trésmiðju Ásgríms leggur inn fyrirspurn varðandi lóðir 3 og 5-7 við Norðurgötu. Er óskað eftir að lóðirnar verði sameinaðar og í kjölfarið unnið að breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér heimild til að byggja fjölbýlishús fyrir allt að 16 íbúðir, með bílakjallara.
Í samræmi við bókun skipulagsráðs frá 27. janúar 2021 þarf að auglýsa lóðina með formlegum hætti áður en henni verður úthlutað. Forsenda auglýsingar lóðarinnar er að spennistöð sem er á lóðinni verði flutt. Er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að óska eftir því við stjórn Norðurorku að spennistöðinni verði fundinn nýr staður.


4.Nonnahagi 5 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2021030774Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. september 2021 þar sem Árni Árnason fyrir hönd Bjarkar Traustadóttur sækir um framkvæmdafrest til 30. apríl 2022 og frest á teikningaskilum til 30. janúar 2022 fyrir lóð nr. 5 við Nonnahaga.
Skipulagsráð samþykkir umbeðinn frest á framkvæmdum og skilum á teikningum.

5.Matthíasarhagi 8, 10 og 12 - umsókn um lóðir

Málsnúmer 2021091043Vakta málsnúmer

Umsókn Kistu byggingarfélags dagsett 23. september 2021 um lóðirnar Matthíasarhaga 8, 10 og 12 með fyrirvara um breytingu á deiliskipulagi á þann veg að í stað þriggja einbýlishúsa á tveimur hæðum verði byggt fimm íbúða raðhús á einni hæð.
Á fundi skipulagsráðs þann 9. júní 2021 var því hafnað að breyta deiliskipulagi svæðisins með þeim hætti að á þessum lóðum verði gert ráð fyrir fimm íbúða raðhúsi á einni hæð í stað þriggja einbýlishúsa á tveimur hæðum. Að mati ráðsins hafa forsendur ekki breyst og hafnar skipulagsráð því erindinu.

6.Fluguborg 5 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2021090749Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. september 2021 þar sem Halldór Gunnarsson sækir um stækkun lóðar nr. 5 við Fluguborg til vesturs að reiðgötu.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna.


7.Landamerki Akureyrarbæjar og Eyjafjarðarsveitar - Kristnes

Málsnúmer 2021090847Vakta málsnúmer

Erindi Helga Þórssonar dagsett 20. september 2021 varðandi lagfæringar á sveitarfélagamörkum Akureyrabæjar og Eyjafjarðarsveitar.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að skoða málið í samvinnu við Eyjafjarðarsveit og umhverfis- og mannvirkjasvið.

8.Umsókn um leyfi fyrir söluvagn á Torfunefsbryggju

Málsnúmer 2021090889Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. september 2021 þar sem Maddalena Marino sækir um leyfi til að vera með söluvagn á hafnarsvæði við Glerárgötu, sjá skýringarmynd. Tímabilið er frá apríl 2022 til október 2022.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir langtímastæði fyrir söluvagna á þessum stað í gildandi samþykkt um götu- og torgsölu.

9.Ljóslögn Mýrarlón, Hörgárdalur - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2021090895Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. september 2021 þar sem Bergur Þór Þórðarson fyrir hönd Orkufjarskipta sækir um framkvæmdaleyfi fyrir ljóslögn frá Mýrarlóni yfir í Hörgárdal. Meðfylgjandi er greinargerð og yfirlýsing landeigenda.
Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við fyrirliggjandi erindi.


10.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021

Málsnúmer 2020120557Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 831. fundar, dagsett 16. september 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

11.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021

Málsnúmer 2020120557Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 832. fundar, dagsett 23. september 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í einum lið og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

12.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021

Málsnúmer 2020120557Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 830. fundar, dagsett 8. september 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í einum lið og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 10:30.