Holtahverfi - uppfærsla deiliskipulags

Málsnúmer 2021090577

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 366. fundur - 29.09.2021

Deiliskipulagi Holtahverfis norður tók gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 11. maí 2021. Við hönnun hverfisins hafa verið gerðar ýmsar minniháttar breytingar á til dæmis legu stíga, afmörkun nýrra lóða o.s.frv. Þá hafa einnig verið gerðar minniháttar breytingar í samráði við eigendur núverandi fasteigna á svæðinu eins og stækkun lóða, breytingu á aðkomu o.fl. Er deiliskipulagið lagt fram með þessum breytingum auk þess sem bætt hefur verið inn heitum á nýjum íbúagötum.
Að mati skipulagsráðs er um að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki talin þörf á að grenndarkynna hana skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.