Skipulagsráð

355. fundur 31. mars 2021 kl. 08:00 - 12:15 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Þórhallur Jónsson formaður
  • Sindri Kristjánsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Margrét Mazmanian Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Nonnahagi 5 og til vara Nonnahagi 3 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2021031803Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. mars 2021 þar sem Stefán Helgi Waagfjörð og Karen Sigurbjörnsdóttir sækja um lóð nr. 5 við Nonnahaga, til vara Nonnahaga 3. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Sex umsóknir bárust um lóðina Nonnahaga 5. Fór því fram útdráttur um lóðina, í samræmi við vinnureglur um lóðarveitingar, en aðeins milli fimm umsækjenda þar sem einn umsækjandi var ekki í forgangi samkvæmt reglunum.

Lóðin Nonnahagi 5 kom í hlut Bjarkar Traustadóttur.

Skipulagsráð hafnar því erindinu.


Þrjár umsóknir bárust um lóðina Nonnahaga 3 til vara. Fór því fram útdráttur um lóðina, í samræmi við vinnureglur um lóðarveitingar milli þriggja umsækjenda.

Lóðin kom í hlut Stefáns Helga Vaagfjörð og Karenar Sigurbjörnsdóttur.

Skipulagsráð samþykkir því að veita umsækjendum lóðina nr. 3 við Nonnahaga. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

2.Nonnahagi 5 og til vara Nonnahagi 3 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2021031838Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. mars 2021 þar sem Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir og Kristján Uni Óskarsson sækja um lóð nr. 5 við Nonnahaga, til vara Nonnahaga 3. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Sex umsóknir bárust um lóðina Nonnahaga 5. Fór því fram útdráttur um lóðina, í samræmi við vinnureglur um lóðarveitingar, en aðeins milli fimm umsækjenda þar sem einn umsækjandi var ekki í forgangi samkvæmt reglunum.

Lóðin Nonnahagi 5 kom í hlut Bjarkar Traustadóttur.

Skipulagsráð hafnar því erindinu.


Þrjár umsóknir bárust um lóðina Nonnahaga 3 til vara. Fór því fram útdráttur um lóðina, í samræmi við vinnureglur um lóðarveitingar milli þriggja umsækjenda.

Lóðin kom í hlut Stefáns Helga Vaagfjörð og Karenar Sigurbjörnsdóttur.

Skipulagsráð hafnar því erindinu.

3.Nonnahagi 5 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2021030774Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. mars 2021 þar sem Björk Traustadóttir sækir um lóð nr. 5 við Nonnahaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Sex umsóknir bárust um lóðina Nonnahaga 5. Fór því fram útdráttur um lóðina, í samræmi við vinnureglur um lóðarveitingar, en aðeins milli fimm umsækjenda þar sem einn umsækjandi var ekki í forgangi samkvæmt reglunum.

Lóðin Nonnahagi 5 kom í hlut Bjarkar Traustadóttur.

Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

4.Nonnahagi 5 og til vara Nonnahagi 3 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2021031104Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. mars 2021 þar sem Ágúst Guðnason og Sara Rut Unnarsdóttir sækja um lóð nr. 5 við Nonnahaga, til vara Nonnahaga 3. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Sex umsóknir bárust um lóðina Nonnahaga 5. Fór því fram útdráttur um lóðina, í samræmi við vinnureglur um lóðarveitingar, en aðeins milli fimm umsækjenda þar sem einn umsækjandi var ekki í forgangi samkvæmt reglunum.

Lóðin Nonnahagi 5 kom í hlut Bjarkar Traustadóttur.

Skipulagsráð hafnar því erindinu.


Þrjár umsóknir bárust um lóðina Nonnahaga 3 til vara. Fór því fram útdráttur um lóðina, í samræmi við vinnureglur um lóðarveitingar milli þriggja umsækjenda.

Lóðin kom í hlut Stefáns Helga Vaagfjörð og Karenar Sigurbjörnsdóttur

Skipulagsráð hafnar því erindinu.

5.Nonnahagi 5 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2021031531Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. mars 2021 þar sem Guðríður Heiða Jónasdóttir sækir um lóð nr. 5 við Nonnahaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Sex umsóknir bárust um lóðina Nonnahaga 5. Fór því fram útdráttur um lóðina, í samræmi við vinnureglur um lóðarveitingar, en aðeins milli fimm umsækjenda þar sem einn umsækjandi var ekki í forgangi samkvæmt reglunum.

Lóðin Nonnahagi 5 kom í hlut Bjarkar Traustadóttur.

Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem umsækjandi var ekki í forgangi um lóðina.

6.Nonnahagi 5 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2021031616Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. mars 2021 þar sem Arnór Þorri Þorsteinsson sækir um lóð nr. 5 við Nonnahaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Sex umsóknir bárust um lóðina Nonnahaga 5. Fór því fram útdráttur um lóðina, í samræmi við vinnureglur um lóðarveitingar, en aðeins milli fimm umsækjenda þar sem einn umsækjandi var ekki í forgangi samkvæmt reglunum.

Lóðin Nonnahagi 5 kom í hlut Bjarkar Traustadóttur.

Skipulagsráð hafnar því erindinu.

7.Holtahverfi norður - deiliskipulag

Málsnúmer 2016040101Vakta málsnúmer

Rætt um götuheiti á nýjum íbúðargötum innan deiliskipulags Holtahverfis norður.
Skipulagsráð samþykkir að leita eftir tillögum frá ungmennaráði um heiti á nýjum götum innan skipulagssvæðisins með -holt í endann á götuheitunum.

8.Heimaland 3 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna hótels

Málsnúmer 2021031934Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. mars 2021 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf. leggur inn fyrirspurn vegna byggingar 16 eininga gististaðar á lóð nr. 3 við Heimaland. Í gildandi deiliskipulagi kemur fram að í hverju húsi skuli vera 8-12 herbergi.
Að mati skipulagsráðs er um svo óverulegt frávik frá deiliskipulagi að ræða að ekki er talin þörf á breytingu á deiliskipulagi, með vísun í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Kollugerðishagi - rammaskipulag

Málsnúmer 2018010050Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að tillögu að lýsingu skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir skipulag á nýju íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

10.Bílastæðasjóður - gjaldtaka

Málsnúmer 2019050628Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð Eflu verkfræðistofu dagsett 26. mars 2021 um innleiðingu á gjaldskyldu á bílastæðum í miðbæ Akureyrar.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi M-lista óskar bókað:

Með fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum miðbæjarins verður ekki annað séð en að það sé verið að skerða lífsgæði þeirra sem vinna í miðbænum og eða búa. Með því að hækka gjaldtöku fastleigustæða um 70% á ársgrundvelli og íbúakorta frá 0 í 6.000 kr. að þá er ekki séð hvernig þetta getur farið saman. Ekki er deilt um það að ákveðinn kostnaður er við bílastæði miðbæjarins, en að það skuli bitna á þeim sem þar vinna og eða eiga heima er umdeilanlegur.

Ekki hefur verið átt hagsmunasamtal við eigendur og eða forráðamenn fyrirtækja og fasteigna sem njóta fastleigu og eða íbúakorta í kostnaðarbreytingunni sem nú er í gangi.

Óskað er eftir umsögnum þeirra sem nota almennt þau bílastæði sem um er rætt ásamt því að senda fyrirhugaða gjaldtöku í íbúakosningu.

Minnt er á að forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga mæltust til þess við sveitarfélög að þau hækkuðu ekki gjaldskrár sínar, umfram það sem þegar var komið til framkvæmda á árinu 2019, og þá til að stuðla að verðstöðugleika. En það voru 2,5% að hámarki samkvæmt lífskjarasamningi.

11.Tjaldsvæðisreitur - breyting á deiliskipulagi vegna heilsugæslustöðvar

Málsnúmer 2021010051Vakta málsnúmer

Lagðar fram þrjár útfærslur að tillögu að breytingu á deiliskipulagi Tjaldsvæðisreits við Þórunnarstræti sem felur í sér afmörkun lóðar fyrir um 1.700 fm heilsugæslu á norðvesturhluta svæðisins þar sem nú eru bílastæði. Að auki er gert ráð fyrir stækkun hótellóðar, nýrri viðbyggingu við vesturhluta hótelsins, að aðkoma frá Þingvallastræti færist til vesturs auk breytinga er varða afmörkun bílastæða, gangstétta o.fl.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi, merkt útgáfa C, verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Austurbrú og Hafnarstræti - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2021020310Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðum syðst á skipulagssvæðinu.

13.Dalsbraut, KA heimili - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2021031297Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. mars 2021 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson fyrir hönd K.A., Knattspyrnufélags Akureyrar, sækir um breytt deiliskipulag fyrir íþróttasvæði KA við Dalsbraut. Fyrirhugað er að snúa núverandi byggingarreitum fyrir knattspyrnuvöll og áhorfendastúku um 90° og bæta við byggingarreit fyrir byggingu sem tengir saman áhorfendastúku frá vestri við núverandi íþróttahús.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um lagfæringar í samráði við sviðsstjóra skipulagssviðs.

Sindri Kristjánsson S-lista óskar bókað:

Þann 9. janúar sl. var undirrituð í KA-heimilinu viljayfirlýsing milli Akureyrarbæjar og Knattspyrnufélags Akureyrar. Í viljayfirlýsingunni var KA m.a. heimilað að vinna nýtt deiliskipulag á félagssvæði KA við Dalsbraut. Afrakstur þessarar vinnu liggur nú fyrir. Hagsmunir bæjarins í heild liggja í því að uppbygging á KA-svæðinu hefjist sem fyrst þar sem að um leið og sú vinna hefst fyrir alvöru er hægt að hefja endurskipulagningu svæðisins þar sem Akureyrarvöllur er staðsettur núna. Á því svæði liggja gríðarleg tækifæri til framtíðar og brýnt að koma þeirri vinnu af stað sem fyrst. Skipulagning og uppbygging á KA svæðinu er því lykillinn að frekari uppbyggingu í hjarta Akureyrar á einu af verðmætasta byggingarsvæði bæjarlandsins.

14.Kjarnagata 59 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021031293Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. mars 2021 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Trétaks ehf. leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu fjórðu hæðar á hús nr. 59 við Kjarnagötu en gert er ráð fyrir þriggja hæða húsi á lóðinni.
Skipulagsráð hafnar því að breyta deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn vegna ósamræmis við gildandi skilmála deiliskipulags um fjölda bílastæða og vegna mögulegra neikvæðra áhrifa á útsýni og skuggavarp.

15.Hraungerði 4 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021010577Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu fyrirspurn varðandi tengibyggingu milli bílgeymslu og húss á lóð nr. 4 við Hraungerði. Var umsóknin grenndarkynnt með bréfi dagsett 12. febrúar 2021 með athugasemdafresti til 15. mars. Barst ein athugasemd sem er meðfylgjandi.

Þórhallur Jónsson D-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Skipulagsráð telur að fyrirhuguð viðbygging samræmist vel útliti og ásýnd núverandi húss og telur ekki að hún komi til með að hafa neikvæð áhrif á yfirbragð hverfisins þar sem hús á svæðinu eru almennt nokkuð fjölbreytt. Skipulagsráð telur einnig að fyrirhuguð viðbygging komi ekki til með að hafa veruleg áhrif á útsýni til suðurs umfram það sem eðlilegt er í þéttu íbúðahverfi. Gróður á lóðum allt í kring hefur mun meiri áhrif en fyrirhuguð viðbygging.

Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið. Byggingarfulltrúi afgreiðir umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.

16.Aðalstræti 14, 0201 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna svala

Málsnúmer 2021030668Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. mars 2021 þar sem Gunnlaugur Björn Jónsson fyrir hönd Skarphéðins Reynissonar og Júlíu Margrétar Guðbjargardóttur, eigenda íbúðar 0201 í Aðalstræti 14, leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu svala yfir inngangi á vesturhlið hússins. Fyrir liggur samþykki meðeigenda í tölvupósti og samþykki Minjastofnunar dagsett 19. mars 2021 fyrir framkvæmdinni.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við byggingu svala í samræmi við erindi, með fyrirvara um samþykki umhverfis- og mannvirkjasviðs. Byggingarfulltrúi afgreiðir umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.

17.Hrafnagilsstræti 2 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna viðbyggingar

Málsnúmer 2021030711Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. mars 2021 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi leggur inn fyrirspurn hvort leyfi fengist til að byggja létta byggingu á steyptum grunni og tengja við hús nr. 2 við Hrafnagilsstræti.
Viðbyggingin felur í sér að gera þarf breytingu á deiliskipulagi. Að mati skipulagsráðs er slík breyting óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að hún skuli grenndarkynnt eigendum Möðruvallastræti 9 og 10 skv. 44. gr. laganna ásamt fyrirliggjandi tillöguteikningum, þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

18.Þórunnarstræti 114 - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2021030781Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. mars 2021 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Libertas ehf. sækir um heimild til breyta deiliskipulagi fyrir hús nr. 114 við Þórunnarstræti. Fyrirhugað er að fjölga íbúðum úr tveimur í fimm.
Um er að ræða stórt hús með beina tengingu út á Þórunnarstræti og í húsinu hefur verið tannlæknastofa með tilheyrandi umferð. Lóðin hefur mjög góða og stutta tengingu við Þórunnarstræti og ætti umbeðin breyting ekki að hafa aukna umferð í hverfinu í för með sér.

Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér að útbúnar verði 4 íbúðir í húsinu í stað 2 þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir. Ekki er samþykkt að breyta kjallara hússins í íbúð.

19.Margrétarhagi 11,13,15,17 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021030805Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. mars 2021 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Kistu Byggingarfélags ehf. leggur inn fyrirspurn varðandi hækkaðan gólfkóta, um allt að 40cm frá leiðsögukóta, húsa nr. 11,13,15 og 17 við Margrétarhaga.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við hækkun á hæðarkóta í samræmi við erindi.

20.Strandgata 23,101 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021030940Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. mars 2021 þar sem Þorsteinn Marínósson leggur inn fyrirspurn varðandi breytta notkun íbúðar 101 í húsi nr. 23 við Strandgötu. Fyrirhugað er að breyta íbúðinni í sérvöruverslun og skrifstofu.
Að mati skipulagsráðs samræmist það skipulagi svæðisins að vera með skrifstofu og sérvöruverslun í húsinu og gerir því ekki athugasemd við fyrirhugaðar breytingar. Umsókn um byggingarleyfi er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa þegar hún berst.

21.Kjarnagata 53 - beiðni um framkvæmdafrest

Málsnúmer 2021031294Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. mars 2021 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Naustagötu 13 ehf. sækir um framkvæmdafrest til 1.ágúst 2021 vegna lóðar nr. 53 við Kjarnagötu.
Skipulagsráð samþykkir að veita framkvæmdafrest til samræmis við erindi.

22.Grímsey - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir hreinsistöð

Málsnúmer 2021031459Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. mars 2021 þar sem Stefán H. Steindórsson fyrir hönd Norðurorku hf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir hreinsistöð fráveitu í Grímsey. Verður framkvæmdin unnin í samráði við hafnarstjóra.
Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir hreinsistöð í Grímsey.

23.Austurbrú - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna stöðuleyfis fyrir matarvagn

Málsnúmer 2021030667Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. mars 2021 þar sem Hjörleifur Árnason leggur inn fyrirspurn varðandi stöðuleyfi fyrir matarvagn sunnan við Hafnarstræti 82 í samráði við lóðarhafa, þar til framkvæmdir hefjast á svæðinu. Er gert ráð fyrir að salan verði útfærð með þeim hætti að afgreitt verði beint í bíl, þ.e. "drive in".
Skipulagsráð samþykkir tímabundið stöðuleyfi fyrir matarvagn sunnan við Hafnarstræti 82 til ágústloka 2021 í samráði við lóðarhafa.
Fylgiskjöl:

24.Sómatún 29 - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2021031533Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. mars 2021 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd BF Bygginga ehf. sækir um breytt deiliskipulag lóðar nr. 29 við Sómatún til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 13. janúar 2021. Í breytingunni felst að í stað einbýlishúss á tveimur hæðum verði heimilt að byggja þriggja íbúða raðhús á einni hæð. Flatarmál húss verður 406 m² í stað 230 m² en hámarkshæð fer úr 7,6 m niður í 4,6 m.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

25.Aðalstræti 60 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021031600Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. mars 2021 þar sem Sigurjón Ólafsson leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu húss á lóð nr. 60 við Aðalstræti. Meðfylgjandi er greinargerð og myndir.
Skipulagsráð tekur jákvætt í fyrirliggjandi erindi sem felur í sér breytingu á deiliskipulagi, en frestar afgreiðslu þar til umsögn Minjastofnunar liggur fyrir sbr. ákvæði gr. 1.4.1 í greinargerð gildandi deiliskipulags.


26.Sjávargata, Hrísey - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna byggingarskyldu og eða niðurrifs

Málsnúmer 2021031654Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. mars 2021 þar sem Logos slf. fyrir hönd Hrísey Seafood ehf. leggur inn fyrirspurn vegna vinnsluhúss við Sjávargötu sem brann 28. maí 2020. Óskað er eftir að fallið verði frá byggingarskyldu á hluta hússins, mhl 01, og að niðurrif verði heimilað á mhl 02 sem enn stendur.
Skipulagsráð samþykkir niðurfellingu á byggingarskyldu mhl 01 en frestar afgreiðslu á beiðni um niðurrif á mhl 02.

27.Hofsbót 2 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2021031834Vakta málsnúmer

Lagt fram mæliblað af lóðinni Hofsbót 2, sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag miðbæjar og einnig tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins sem nú er í auglýsingu.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að byggingarréttur á lóðinni Hofsbót 2 verði boðinn út til samræmis við ákvæði gr. 3.2 í reglum um úthlutun lóða og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að útfæra útboðsskilmála í samráði við bæjarlögmann. Einnig er lagt til við bæjarstjórn að gatnagerðargjald fyrir lóðina verði 15% sbr. ákvæði 5.2.

28.Goðanes 2 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2017100411Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. október 2017 þar sem Guðmundur Hjálmarsson fyrir hönd G. Hjálmarssonar hf. sækir um lóðarstækkun á lóð nr. 2 við Goðanes. Um er að ræða ca 9509 fermetra stækkun norðan núverandi lóðar til samræmis við gildandi deiliskipulag.
Skipulagsráð samþykkir stækkun lóðarinnar til samræmis við gildandi deiliskipulag.

29.Ósk um vilyrði fyrir lóð í Holtahverfi - íbúðir með stofnframlög

Málsnúmer 2021031991Vakta málsnúmer

Erindi Ómars Guðmundssonar dagsett 26. mars 2021, fyrir hönd Bæjartúns íbúðafélags hses., þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir lóð í Holtahverfi fyrir stofnframlagaverkefni Bæjartúns.
Í reglum um lóðarveitingar getur skipulagsráð í sérstökum undantekningartilvikum veitt vilyrði fyrir úthlutun lóða án auglýsingar að fengnu samþykki bæjarstjórnar. Skipulagsráð tekur jákvætt í að veitt verði vilyrði fyrir lóð í Holtahverfi í samræmi við erindi en vísar ákvörðun málsins til bæjarstjórnar.

30.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021

Málsnúmer 2020120557Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 805. fundar, dagsett 11. mars 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

31.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021

Málsnúmer 2020120557Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 806. fundar, dagsett 18. mars 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 12:15.