Lögð fram drög að greinargerð Eflu verkfræðistofu dagsett 26. mars 2021 um innleiðingu gjaldskyldu á bílastæðum í miðbæ Akureyrar. Einnig lagt fram minnisblað Eflu um áætlaðar tekjur og gjöld, bæði við innleiðingu og breytingu bílastæðamála.
Daði Baldur Ottósson frá Eflu verkfræðistofu, Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda á umhverfis- og mannvirkjasviði, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi M-lista óskar bókað að hann telji að það að auka álögur á íbúa bæjarins sé óásættanlegt. Gjaldtaka á bílastæðum í miðbæ Akureyrar er ekkert annað en auka skattur á íbúa.