Aðalstræti 60 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021031600

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 355. fundur - 31.03.2021

Erindi dagsett 22. mars 2021 þar sem Sigurjón Ólafsson leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu húss á lóð nr. 60 við Aðalstræti. Meðfylgjandi er greinargerð og myndir.
Skipulagsráð tekur jákvætt í fyrirliggjandi erindi sem felur í sér breytingu á deiliskipulagi, en frestar afgreiðslu þar til umsögn Minjastofnunar liggur fyrir sbr. ákvæði gr. 1.4.1 í greinargerð gildandi deiliskipulags.


Skipulagsráð - 359. fundur - 26.05.2021

Lagt fram að nýju erindi dagsett 22. mars 2021 þar sem Sigurjón Ólafsson leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu húss á lóð nr. 60 við Aðalstræti. Meðfylgjandi er greinargerð og myndir. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands dagsett 17. maí 2021 þar sem ekki er gerð athugasemd við tillögur að uppbygginu. Einnig er lagt fram erindi dagsett 21. maí 2021 þar sem óskað er eftir breytingu á lóðamörkum húsanna Aðalstræti 60, 62 og 64 samkvæmt meðfylgjandi tillögu.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi tillögur. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að grenndarkynna tillöguna skv. 44. gr. laganna þegar fullnægjandi breytingaruppdráttur hefur borist.