Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 22. apríl 2020:
Lagt fram minnisblað dagsett 16. apríl 2020 um tillögur að úrbótum til að bæta umferðaröryggi á Hörgárbraut milli Glerár og Undirhlíðar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði í framkvæmdir samkvæmt liðum 1 - 5, sem listaðar eru upp í meðfylgjandi minnisblaði, á árinu 2020 og að framkvæmd samkvæmt lið 6 verði unnin smám saman á næstu árum.
Skipulagsráð leggur enn fremur til að hafinn verði undirbúningur framkvæmda á liðum 8 - 10. Framkvæmdir samkvæmt liðum 7, 11 og 12 þurfa lengri undirbúning og verða skoðaðar síðar ef þörf er talin á að bæta umferðaröryggi enn frekar.
Varðandi framkvæmdir samkvæmt liðum 13 og 14 þá telur skipulagsráð að miðað við fyrirliggjandi gögn sé ekki raunhæft að gerð verði undirgöng eða byggð göngubrú á þessum stað.
Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögur skipulagsráðs.
Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Gunnar Gíslason.