Klettaborg 5 og 7 - umsókn um breytingu á lóðamörkum

Málsnúmer 2019070185

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 319. fundur - 10.07.2019

Erindi dagsett 1. júlí 2019 þar sem eigendur Klettaborgar 5, Ragnheiður Runólfsdóttir og Klettaborgar 7, Svala Jónsdóttir og Birkir Hreinsson sækja um breytingar á lóðamörkum í samræmi við meðfylgjandi samkomulag.

Einnig sækja Svala og Birkir um að ljósastaur sem staðsettur er á milli húsanna verði tekinn niður eða færður, þannig að stækkun lóðar geti nýst sem bílaplan.
Skipulagsráð samþykkir breytingu á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi samkomulag um lóðamörk. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en þar sem ekki er talið að hún hafi áhrif á aðra en umsækjendur er ekki þörf á að grenndarkynna hana með vísun í 2. tl. 3. mgr. 44. gr. laganna. Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að annast gildistöku breytingarinnar þegar fullunninn uppdráttur berst frá umsækjendum. Ákvörðun um færslu ljóstastaurs er vísað til skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Skipulagsráð - 326. fundur - 13.11.2019

Á fundi skipulagsráðs 10. júlí 2019 var samþykkt breyting á deiliskipulagi sem nær til lóða 5 og 7 við Klettaborg til samræmis við erindi eigenda dagsett 1. júlí 2019 um breytt lóðamörk. Er nú lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við bókun skipulagsráðs, með þeirri breytingu að nú er einnig gert ráð fyrir stækkun byggingarreits á lóð nr. 5 auk þess sem nýtingarhlutfall hækkar úr 0,35 í 0,42.
Skipulagsráð samþykkir breytinguna. Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hefur ekki áhrif á aðra en eigendur umræddra lóða og þar sem fyrir liggur samþykki eigenda beggja lóða er ekki talin þörf á grenndarkynningu.