Liður 7 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 21. nóvember 2018:
Eitt af verkefnum Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar er að skipaðir verði þróunarleiðtogar á hverju sviði bæjarins og eins innan ráða og stjórna. Lögð fram tillaga um skipun þróunarleiðtoga, tilgangur, hlutverk og helstu verkefni.
Frístundaráð samþykkir að skipaðir verði þróunarfulltrúar í samræmi við það sem kemur fram í Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar og á framlögðu minnisblaði og felur sviðsstjóra að óska eftir tilnefningum slíkra leiðtoga frá hverju sviði og eins frá fastanefndum sveitarfélagsins.