Skipulagsráð

298. fundur 29. ágúst 2018 kl. 08:00 - 10:45 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Orri Kristjánsson
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá
Orri Kristjánsson S-lista mætti í forföllum Ólínu Freysteinsdóttur.

1.Deiliskipulag Hagahverfis - stöðumat

Málsnúmer 2018080142Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt Teiknistofu Arkitekta dagsett 14. ágúst 2018 sem kallast "Stöðumat á Hagahverfi". Tilgangur með gerð samantektar var að skoða hvort íbúðadreifing samþykktra fjölbýlishúsa í hverfinu sé í samræmi við markmið deiliskipulagsins auk þess sem tekin voru til skoðunar gæði íbúða og mögulegar úrbætur. Í samantektinni er lagt til að gerðar verði breytingar á ákvæðum deiliskipulagsins sem varða kafla 3.3.8 um bílastæði og bílageymslur, kafla 3.3.1 Almennir skilmálar fyrir fjölbýlishús auk þess sem sett eru fram nokkur atriði til athugunar.

Á fundinn komu Árni Ólafsson og Lilja Filippusdóttir frá Teiknistofu Arkitekta og kynntu samantektina.
Skipulagsráð þakkar Árna og Lilju fyrir kynningnuna og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að taka saman tillögur að breytingum á deiliskipulagi Hagahverfis í samræmi við umræður á fundinum.

2.Geirþrúðarhagi 6 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018070250Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi móttekið 5. júlí 2018 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Tréverks ehf., kt. 660269-2829, sækir um breytingar á deiliskipulagi fyrir Geirþrúðarhaga 6. Sótt er um að hækka nýtingarhlutfall úr 0,420 í 0,560, hafa húsin 2 með þremur eins herbergja, sjö tveggja herbergja, tveimur þriggja herbergja, tveimur fjögurra herbergja og einni fimm herbergja íbúð. Málið var ekki lagt fyrir fundi skipulagsráðs í júlí og um miðjan ágúst þar sem ákveðið var að bíða eftir niðurstöðu vinnu við gerð stöðumats fyrir Hagahverfi þar sem markmiðið væri að leggja mat á reynslu af uppbyggingu á svæðinu m.t.t. markmiða deiliskipulags um íbúðadreifingu. Niðurstaða þeirrar vinnu liggur fyrir (sjá mál 1) og er málið því sett á dagskrá.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við aukningu nýtingarhlutfalls og að byggð verði 2 fjölbýlishús á lóðinni, en samþykkir ekki tillögu að skiptingu íbúðastærða þar sem hún er í verulegu ósamræmi við leiðbeinandi markmið deiliskipulags um íbúðastærðir í fjölbýli. Á svæðinu er þegar búið að samþykkja hlutfallslega mun fleiri litlar íbúðir en skipulagið gerði ráð fyrir og telur skipulagsráð nauðsynlegt að fjölga stærri íbúðum.

Skipulagsráð bendir einnig á leiðbeinandi ákvæði gæðamarkmiðs deiliskipulagsins um hönnun íbúða og fjölbýlishúsa.

3.Halldóruhagi 4 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018070366Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 26. júní 2018 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd BF Bygginga ehf., kt. 621116-2230, sækir um breytingar á deiliskipulagi fyrir Halldóruhaga 4. Sótt er um að auka nýtingarhlutfallið úr 0,430 í 0,560 og reisa 2 fjölbýlishús á lóðinni með 15 íbúðum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson. Íbúðagerðir verða þrjár eins herbergja, sjö tveggja herbergja, tvær þriggja herbergja, tvær fjögurra herbergja og ein fimm herbergja íbúðir. Málið var ekki lagt fyrir fundi skipulagsráðs í júlí og um miðjan ágúst þar sem ákveðið var að bíða eftir niðurstöðu vinnu við gerð stöðumats fyrir Hagahverfi þar sem markmiðið væri að leggja mat á reynslu af uppbyggingu á svæðinu m.t.t. markmiða deiliskipulags um íbúðadreifingu. Niðurstaða þeirrar vinnu liggur fyrir (sjá mál 1) og er málið því sett á dagskrá.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við aukningu nýtingarhlutfalls og að byggð verði 2 fjölbýlishús á lóðinni, en samþykkir ekki tillögu að skiptingu íbúðastærða þar sem hún er í verulegu ósamræmi við leiðbeinandi markmið deiliskipulags um íbúðastærðir í fjölbýli. Á svæðinu er þegar búið að samþykkja hlutfallslega mun fleiri litlar íbúðir en skipulagið gerði ráð fyrir og telur skipulagsráð nauðsynlegt að fjölga stærri íbúðum.

Skipulagsráð bendir einnig á leiðbeinandi ákvæði gæðamarkmiðs deiliskipulagsins um hönnun íbúða og fjölbýlishúsa.

4.Margrétarhagi 1 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018050217Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Margrétarhagi 1. Helstu breytingar eru að nýtingarhlutfall hækkar úr 0,4 í 0,44, heimilt verður að byggja þakbyggingu (3. hæð) og nýta þakrými sem verönd, eingöngu verður kvöð um innbyggðar bílgeymslur í tveimur af fimm íbúðum, hámarks vegghæð á göflum hússins hækkar úr 7,7 m í 8,4 m auk þess sem leiðrétt er merking um fjölda íbúða á uppdrætti til samræmis við fjölda afmarkaðra reita og bílastæða, þ.e. íbúðir verða 5 í stað fjögurra. Tillagan var grenndarkynnt með bréf dagsettu 19. júlí 2018 með athugasemdafresti til 18. ágúst. Sex athugasemdabréf bárust og eru þau meðfylgjandi.
Orri Kristjánsson bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð tekur undir innkomnar athugasemdir og hafnar því að breyta deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi beiðni lóðarhafa.

Þórhallur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

5.Klettaborg - umsókn um heimild til breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017050078Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi Klettaborgar. Skipulagssvæðið sem breytingum tekur liggur milli vestustu húsanna við Klettaborg og Dalsbrautar. Í tillögunni felst að afmörkuð er ný lóð fyrir íbúðakjarna með sex íbúðum og fyrirhugað leiksvæði er flutt til norðurs, yfir götuna. Tillagan var auglýst til kynningar 30. maí sl. með athugasemdafresti til 12. júlí og bárust 6 athugasemdabréf á kynningartíma. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsráðs 25. júlí og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að vinna umsögn um athugasemdir. Er tillaga að umsögn um efnisatriði athugasemda dagsett 24. ágúst lögð fram. Þá er einnig lagt fram minnisblað skipulagsráðgjafa dagsett 15. ágúst 2018, f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt ásamt umsögn um innkomnar athugasemdir og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Þórhallur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

6.Oddeyri, deiliskipulag íbúðasvæðis

Málsnúmer 2018030336Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 4. apríl 2018 var samþykkt að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að hefja undirbúning að deiliskipulagi svæðis á Oddeyri sem afmarkast af Hjalteyrargötu, Strandgötu, Glerárgötu og Eiðsvallagötu. Hafin er vinna við endurskoðun húsakönnunar á svæðinu og gerð forsendna fyrir skipulagsvinnuna. Eftir nánari skoðun á verkefninu leggur sviðsstjóri skipulagssviðs til að skipulagsmörk deiliskipulagsins verði útvíkkuð þannig að þau nái yfir alla núverandi íbúðabyggð Oddeyrar. Sú afmörkun samræmist svæði sem merkt er sem svæði A í rammhluta aðalskipulags fyrir Oddeyri sem tók gildi í maí sl.
Skipulagsráð samþykkir að breyta afmörkun skipulagssvæðisins í samræmi við tillögu sviðsstjóra.

7.Furuvellir 18 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2018080500Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. ágúst 2018 þar sem Björn Anton Jóhannsson fyrir hönd Coca-cola European Partners ehf., kt. 470169-1419, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 18 við Furuvelli. Meðfylgjandi eru teikningar frá Mannviti ehf.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi umsókn. Að mati ráðsins varðar hún ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og er því ekki talin þörf á að grenndarkynna umsóknina og er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

8.Tónatröð 2 og 4 - fyrirspurn

Málsnúmer 2018030427Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn Júlíusar Þórs Júlíussonar dagsett 18. júlí 2018, f.h. Hoffells ehf., kt. 500118-0670, um hvort að á lóðunum Tónatröð 2 og 4 verði heimilt að byggja 3ja íbúða hús á hvorri lóð fyrir sig í stað einbýlishúsa með lítilli aukaíbúð. Er fyrirspurnin lögð fram í kjölfar þess að skipulagsráð hafnaði á fundi 11. júlí 2018 að breyta skipulagi svæðisins á þann veg að sameina lóðirnar tvær og byggja þar 6 íbúða fjölbýlishús.
Skipulagsráð hafnar umsókn um breytingu á deiliskipulagi þar sem ekki er talið að bygging fjölbýlishúsa á þessum lóðum samrýmist útliti og yfirbragði nærliggjandi byggðar.

9.Brálundur - framkvæmdarleyfi fyrir aparólu

Málsnúmer 2018080524Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. ágúst 2018 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson hjá umhverfis- og mannvirkjasviði fyrir hönd hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis sækir um framkvæmdarleyfi fyrir uppsetningu hlaupakattar/aparólu í brekku sunnan Brálundar og vestan sleðabrekku. Meðfylgjandi eru myndir sem sýna fyrirhugaða staðsetningu.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmdar við hlaupakött/aparólu, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfisins á grundvelli 5. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

10.Kaupvangsstræti 8-10-12, Listasafnið - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016080127Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. ágúst 2018 þar sem Sigurður Gunnarsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um leyfi til að setja upp upplýsingaskjá á hús nr. 8-10-12 við Kaupvangsstræti, Listasafnið. Meðfylgjandi er teikning sem sýnir staðsetningu og útlit skiltis.
Í gildi er samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarkaupstaðar og samkvæmt henni telst upplýsingaskjárinn vera ljósaskilti. Samkvæmt gr. 8.2.1. í samþykktinni eru slík skilti ekki leyfð í miðbæ Akureyrar.

11.Norðurgata - ósk um hraðahindranir

Málsnúmer 2018030298Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs 25. júlí 2018 var samþykkt að fela skipulagssviði að vinna álit að aðgerðum í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið vegna kvartana um hraðakstur í Norðurgötunni og óska um hraðahindranir. Fyrir liggur minnisblað sviðsstjóra dagsett 16. ágúst 2018 þar sem fram kemur að ekki er talið æskilegt að fara í aðgerðir í Norðurgötu fyrr en búið er að gera nánari úttekt á umferðarmálum á íbúðasvæði Oddeyrar, helst í tengslum við gerð deiliskipulags.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi álit en felur sviðsstjóra að flýta vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið eins og hægt er.

12.Skautafélag Akureyrar - endurnýjun gáma við Skautahöll

Málsnúmer 2018080410Vakta málsnúmer

Á fundi frístundaráð þann 22. ágúst 2018 var tekið fyrir erindi dagsett 17. ágúst 2018 frá Helga Rúnari Bragasyni framkvæmdastjóra ÍBA fyrir hönd Skautafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir aðkomu frístundaráðs að endurnýjun gáma við suðurenda skautahallarinnar. Gámarnir eru notaðir sem geymsla búninga fyrir iðkendur. Var bókað að óskað væri eftir umsögn umhverfis- og mannvirkjaráðs og skipulagsráðs.
Miðað við fyrirliggjandi gögn telur skipulagsráð að um byggingarleyfisskylda framkvæmd sé að ræða sem þarf að vera í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins.

13.Huldugil 37 - fyrirspurn vegna gámahúsa

Málsnúmer 2018080220Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. ágúst 2018 þar sem Reynir Björnsson leggur inn fyrirspurn hvort leyfi fáist til að setja niður gámahús á þann hluta lóðar sem tilheyrir Huldugili 33-61 og ætlaður er til bílskúrsbygginga. Meðfylgjandi eru myndir sem sýna útlit gámahúsa og afstöðmynd sem sýnir afmörkun byggingarreits.
Skipulagsráð samþykkir ekki að sett verði niður gámahús á svæði sem ætlað er fyrir byggingu bílskúra.

14.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 687. fundar, dagsett 9. ágúst 2018, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir/afgreidslufundur-byggingarfulltrua

15.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 688. fundar, dagsett 16. ágúst 2018, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir/afgreidslufundur-byggingarfulltrua

Fundi slitið - kl. 10:45.