Málsnúmer 2018050217Vakta málsnúmer
Lögð fram að lokinni grenndarkynningu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Margrétarhagi 1. Helstu breytingar eru að nýtingarhlutfall hækkar úr 0,4 í 0,44, heimilt verður að byggja þakbyggingu (3. hæð) og nýta þakrými sem verönd, eingöngu verður kvöð um innbyggðar bílgeymslur í tveimur af fimm íbúðum, hámarks vegghæð á göflum hússins hækkar úr 7,7 m í 8,4 m auk þess sem leiðrétt er merking um fjölda íbúða á uppdrætti til samræmis við fjölda afmarkaðra reita og bílastæða, þ.e. íbúðir verða 5 í stað fjögurra. Tillagan var grenndarkynnt með bréf dagsettu 19. júlí 2018 með athugasemdafresti til 18. ágúst. Sex athugasemdabréf bárust og eru þau meðfylgjandi.