Lagt fram erindi dagsett 26. júní 2018 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd BF Bygginga ehf., kt. 621116-2230, sækir um breytingar á deiliskipulagi fyrir Halldóruhaga 4. Sótt er um að auka nýtingarhlutfallið úr 0,430 í 0,560 og reisa 2 fjölbýlishús á lóðinni með 15 íbúðum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson. Íbúðagerðir verða þrjár eins herbergja, sjö tveggja herbergja, tvær þriggja herbergja, tvær fjögurra herbergja og ein fimm herbergja íbúðir. Málið var ekki lagt fyrir fundi skipulagsráðs í júlí og um miðjan ágúst þar sem ákveðið var að bíða eftir niðurstöðu vinnu við gerð stöðumats fyrir Hagahverfi þar sem markmiðið væri að leggja mat á reynslu af uppbyggingu á svæðinu m.t.t. markmiða deiliskipulags um íbúðadreifingu. Niðurstaða þeirrar vinnu liggur fyrir (sjá mál 1) og er málið því sett á dagskrá.
Skipulagsráð bendir einnig á leiðbeinandi ákvæði gæðamarkmiðs deiliskipulagsins um hönnun íbúða og fjölbýlishúsa.