Halldóruhagi 4 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018070366

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 298. fundur - 29.08.2018

Lagt fram erindi dagsett 26. júní 2018 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd BF Bygginga ehf., kt. 621116-2230, sækir um breytingar á deiliskipulagi fyrir Halldóruhaga 4. Sótt er um að auka nýtingarhlutfallið úr 0,430 í 0,560 og reisa 2 fjölbýlishús á lóðinni með 15 íbúðum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson. Íbúðagerðir verða þrjár eins herbergja, sjö tveggja herbergja, tvær þriggja herbergja, tvær fjögurra herbergja og ein fimm herbergja íbúðir. Málið var ekki lagt fyrir fundi skipulagsráðs í júlí og um miðjan ágúst þar sem ákveðið var að bíða eftir niðurstöðu vinnu við gerð stöðumats fyrir Hagahverfi þar sem markmiðið væri að leggja mat á reynslu af uppbyggingu á svæðinu m.t.t. markmiða deiliskipulags um íbúðadreifingu. Niðurstaða þeirrar vinnu liggur fyrir (sjá mál 1) og er málið því sett á dagskrá.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við aukningu nýtingarhlutfalls og að byggð verði 2 fjölbýlishús á lóðinni, en samþykkir ekki tillögu að skiptingu íbúðastærða þar sem hún er í verulegu ósamræmi við leiðbeinandi markmið deiliskipulags um íbúðastærðir í fjölbýli. Á svæðinu er þegar búið að samþykkja hlutfallslega mun fleiri litlar íbúðir en skipulagið gerði ráð fyrir og telur skipulagsráð nauðsynlegt að fjölga stærri íbúðum.

Skipulagsráð bendir einnig á leiðbeinandi ákvæði gæðamarkmiðs deiliskipulagsins um hönnun íbúða og fjölbýlishúsa.

Skipulagsráð - 301. fundur - 26.09.2018

Á fundi skipulagsráðs 29. ágúst 2018 var samþykkt að heimila að gerð verði breyting á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Halldóruhagi 4 á þann veg að nýringarhlutfall fari úr 0,430 í 0,560 og að byggja megi tvö fjölbýlishús á lóðinni. Er tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við samþykkt skipulagsráðs nú lögð fram til afgreiðslu.
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og samþykkir að grenndarkynna hana skv. 44. gr. laganna.

Skipulagsráð - 303. fundur - 31.10.2018

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Halldóruhaga 4. Sótt var um að hækka nýtingarhlutfall úr 0,430 í 0,560 og reisa 2 fjölbýlishús á lóðinni með 15 íbúðum. Grenndarkynning var send með bréfi dagsettu 16. október 2018 með athugasemdafresti til 13. nóvember 2018. Þann 23. október 2018 barst skipulagssviði samþykki þeirra sem grenndarkynninguna fengu og telst því grenndarkynningu lokið.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með vísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að sjá um gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3443. fundur - 06.11.2018

Liður 10 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 31. október 2018:

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Halldóruhaga 4. Sótt var um að hækka nýtingarhlutfall úr 0,430 í 0,560 og reisa 2 fjölbýlishús á lóðinni með 15 íbúðum. Grenndarkynning var send með bréfi dagsettu 16. október 2018 með athugasemdafresti til 13. nóvember 2018. Þann 23. október 2018 barst skipulagssviði samþykki þeirra sem grenndarkynninguna fengu og telst því grenndarkynningu lokið.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með vísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að sjá um gildistöku hennar.

Andri Teitsson tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.