Lögð fram andmæli Bjarka Garðarssonar fyrir hönd lóðarhafa Margrétarhaga 1, dagsett 7. september 2018, vegna vinnubragða við afgreiðslu skipulagsráðs á fundi 29. ágúst 2018, og svör við athugasemdum vegna umsóknar um deiliskipulagsbreytingu fyrir Margrétarhaga 1.
Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 29. ágúst 2018:
Lögð fram að lokinni grenndarkynningu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Margrétarhagi 1. Helstu breytingar eru að nýtingarhlutfall hækkar úr 0,4 í 0,44, heimilt verður að byggja þakbyggingu (3. hæð) og nýta þakrými sem verönd, eingöngu verður kvöð um innbyggðar bílgeymslur í tveimur af fimm íbúðum, hámarks vegghæð á göflum hússins hækkar úr 7,7 m í 8,4 m auk þess sem leiðrétt er merking um fjölda íbúða á uppdrætti til samræmis við fjölda afmarkaðra reita og bílastæða, þ.e. íbúðir verða 5 í stað fjögurra. Tillagan var grenndarkynnt með bréf dagsettu 19. júlí 2018 með athugasemdafresti til 18. ágúst. Sex athugasemdabréf bárust og eru þau meðfylgjandi.
Orri Kristjánsson bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Skipulagsráð tekur undir innkomnar athugasemdir og hafnar því að breyta deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi beiðni lóðarhafa.
Þórhallur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.