Erindi dagsett 10. október 2017 þar sem Jón Valgeir Halldórsson og Hulda Sif Hermannsdóttir sækja um stækkun á lóð sinni til austurs norðan Ásvegar fyrir bílastæði við hús sitt Ásveg 33.
Erindið var grenndarkynnt frá 25. janúar til 24. febrúar 2018.
Ein athugasemd barst.
1) Hjalti Jónsson, dagsett 22. febrúar 2018.
Gerð er athugasemd við að stór hluti klapparinnar verði eyrnamerktur einu húsi í götunni. Umrætt svæði hefur hingað til verið nýtt sem útivistarsvæði barna og fullorðinna í hverfinu, útsýnisstaður fyrir heimamenn sem og ferðamenn og síðast en ekki síst sem losunarsvæði fyrir snjó sem rutt er úr götunni.