Skipulagslýsing fyrir deiliskipulag gatnamóta Borgarbrautar, Hörgárbrautar, Tryggvabrautar og Glerárgötu var auglýst í Dagskránni 14. febrúar 2018 og send til umsagnar.
Sex umsagnir og ábendingar bárust:
1) Festi fasteignir ehf., dagsett 6. mars 2018.
Hafa þarf til hliðsjónar við gerð deiliskipulagsins teikningar, tillögur og önnur gögn sem félagið hefur lagt fram og kynnt fyrir skipulagsyfirvöldum á Akureyri varðandi skipulag á Hvannavallareit. Festi leggur áherslu á að litið verði til þess að hringtorg verði á gatnamótum Hvannavalla og Tryggvabrautar og að aðgengi inn á Glerárgötu 36 verði tryggt frá Tryggvabraut.
2) Höldur, dagsett 1. mars 2018.
a) Mótmælt er harðlega skerðingu á lóð félagsins við Tryggvabraut 5 vegna gerðar nýs hringtorgs. Möguleiki er að minnka hringtorgið, hliðra því vestur og suður, setja umferðarljós eða setja hringtorg á gatnamót Tryggvabrautar og Hjalteyrargötu.
b) Engin þörf er á göngustíg niður með Glerá að sunnan þar sem stígur er norðan við ána og gangstétt meðfram Tryggvabraut. Göngustígur skerðir verulega notkunargildi Hölds á lóðinni.
c) Ef Tryggvabraut verður þrengd þá þarf að gera bílastæði meðfram götunni að sunnan og bæta aðgengi að þjónustu sem þar er.
3) Norðurorka, dagsett 1. mars 2018.
Minnt er á umsókn Norðurorku um framkvæmdaleyfi vegna nýrrar Hjalteyrarlagnar sem liggur gegnum umrætt svæði og tryggja að ekkert í fyrirhuguðu deiliskipulagi hindri væntanlega framkvæmd Norðurorku.
4) Vegagerðin, dagsett 1. mars 2018.
Gerð er athugasemd við að lýsingin taki til stækkunar á ljósastýrðum krossgatnamótum sem er þvert á niðurstöðu frumdragaskýrslu sem unnin var fyrir gatnamótin. Niðurstaða óháðs umferðaröryggismats var afdráttarlaus að tvöfalt hringtorg væri betri kostur en stækkuð ljósastýrð krossgatnamót með tilliti til umferðaröryggis. Brýnt er að markmið deiliskipulagsins sé að tryggja öryggi allra vegfarenda.
5) Umhverfis- og mannvirkjasvið, tæknideild, móttekið 7. mars 2018.
a) Hafa þarf í huga mögulegar lausnir á umferðarmálum gatnamótanna. Á hvaða forsendum hefur verið ákveðið að útfæra gatnamótin með fjögurra fasa umferðarljósum þvert á niðurstöðu vinnuhóps.
b) Ekki er minnst á undirgöng í lýsingunni.
c) Skoða þarf endingartíma mismunandi lausna.
d) Skoða þarf mismun hjóðvistar m.t.t. ljósastýrðra gatnamóta og hringtorgs.
Mikill ábyrgðarhluti er að afskrifa hringtorg í þessari skipulagsvinnu. Fyrir því þurfa að vera góð rök.
6) Skipulagsstofnun, dagsett 7. mars 2018.
Skipulagsstofnun hefur farið yfir lýsinguna og telur hana gera fullnægjandi grein fyrir áformum deiliskipulagstillögunnar.