Hafnarstræti 75 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2018010063

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 282. fundur - 24.01.2018

Erindi dagsett 5. janúar 2018 þar sem Gunnlaugur Jónasson fyrir hönd Hótel Akureyrar ehf., kt. 640912-0220, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 75 við Hafnarstræti. Sótt er um að minnka húsið í suðvesturhorni vegna neyðarstiga aðliggjandi húss.
Skipulagsráð tekur jákvæðtt í erindið og felur byggingarfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 664. fundur - 01.02.2018

Erindi dagsett 5. janúar 2018 þar sem Gunnlaugur Jónasson fyrir hönd Hótels Akureyrar ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 75 við Hafnarstræti. Sótt er um að minnka húsið í suðvesturhorni vegna nýs neyðarstiga frá aðliggjandi húsi.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 667. fundur - 22.02.2018

Erindi dagsett 5. janúar 2018 þar sem Gunnlaugur Jónasson fyrir hönd Hótels Akureyrar ehf., kt. 640912-0220, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 75 við Hafnarstræti. Sótt er um að minnka húsið að sunnaverðu vegna nýs flóttagangs aðliggjandi húss. Innkomnar nýjar teikningar 16. febrúar 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 671. fundur - 22.03.2018

Erindi dagsett 5. janúar 2018 þar sem Gunnlaugur Jónasson fyrir hönd Hótels Akureyrar ehf., kt. 640912-0220, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 75 við Hafnarstræti. Sótt er um að minnka húsið í suðvesturhorni vegna nýs neyðarstiga frá aðliggjandi húsi. Innkomnar nýjar teikningar 9. mars 2018.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.