Málsnúmer 2014020154Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 20. febrúar 2014 og 17. febrúar 2015 frá Ingólfi Frey Guðmundssyni þar sem hann f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Undirhlíðar 1-3.
Óskað er eftir að íbúðum verði fjölgað um 11, úr 25 í 36, í Undirhlíð 1, og að skilyrði um að íbúðirnar verði fyrir 50 ára og eldri verði fellt út.
Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 29. apríl 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á grundvelli ofangreindra breytinga.
Innkomin tölvupóstur dagsettur 3. júní 2015 frá Helga Erni Eyþórssyni fh. SS Byggis þar sem óskað er eftir að ákvæði skilmála núgildandi deiliskipulags, er fram koma í kafla 5.2 er fjallar um jarðvegsframkvæmdir og grundun fjölbýlishússins og um óháð eftirlit með stöðu vatnsborðs í jarðvegi í nágrenni lóðar vegna hugsanlegs jarðsigs á meðan á framkvæmdum stendur, verði felld niður.
Skipulagsnefnd frestaði erindinu þann 10. júní sl. og fól skipulagsstjóra að óska eftir því að jarðvegssérfræðingur yrði fenginn til þess að endurmeta aðstæður vegna hugsanlegs jarðsigs á svæðinu.
Fulltrúi Mannvits mætti á fundinn og fór yfir fyrirliggjandi gögn vegna jarðvegsframkvæmda.