Skipulagsnefnd

207. fundur 08. júlí 2015 kl. 08:00 - 10:55 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Hólmgeir Þorsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Hólmgeir Þorsteinsson Æ-lista mætti í forföllum Jóns Þorvalds Heiðarssonar áheyrnarfulltrúa.

1.Glerárdalur - fólkvangur

Málsnúmer 2012080081Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju í framhaldi af fundi þann 16. júní 2015 með fulltrúum Umhverfisstofnunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, þar sem óskað var eftir að gerðar yrðu breytingar á orðalagi á 2. gr., 5. gr. og 7. gr. tillögu um fólkvang á Glerárdal.
Skipulagsnefnd gerir tvær orðalagsbreytingar við tillögu Umhverfisstofnunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á breytingum á skilmálatexta fólkvangsins.

Afgreiðslu breytingartillögunnar þannig breyttri er vísað til bæjarstjórnar.

2.Gleráreyrar 6-8 - skipulag

Málsnúmer 2015070024Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júlí 2015 þar sem Egill Guðmundsson f.h. Eikar fasteignafélags hf., kt. 590902-3730, óskar eftir viðræðum og samstarfi við Akureyrarbæ vegna uppbyggingar á lóð nr. 6-8 við Gleráreyrar.
Skipulagsnefnd felur formanni skipulagsnefndar og skipulagsstjóra að ræða við umsækjenda um breytta notkun á svæðinu.

3.Borgarbraut og Bugðusíða - hringtorg, framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2015070001Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júlí 2015 þar sem Jónas Valdimarsson f.h. framkvæmdadeildar Akureyjarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um framkvæmdaleyfi vegna gerðar hringtorgs á gatnamótum Bugðusíðu og Borgarbrautar.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við gerð hringtorgs á gagnamótum Bugðusíðu og Borgarbrautar, sem er í samræmi við samþykkt deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr. g "Samþykktar um skipulagsnefnd".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

4.Duggufjara 2 - deiliskipulagsbreyting vegna viðbyggingar

Málsnúmer 2015070004Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júlí 2015 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson f.h. Leifs Kristjáns Þormóðssonar sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 2 við Duggufjöru. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Fjárhagsáætlun 2015 - skipulagsdeild

Málsnúmer 2014090166Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri kynnti stöðuna á rekstri skipulagsdeildar fyrstu fimm mánuði ársins 2015.
Lagt fram til kynningar.

6.Gleráreyrar 1 og Strandgata 12 - umsókn um hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla

Málsnúmer 2015060160Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 16. júní 2015 þar sem Baldur Dýrfjörð f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um uppsetningu á hraðhleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla á lóðum nr. 1 við Gleráreyrar og nr. 12 við Strandgötu. Meðfylgjandi eru myndir.

Baldur Dýrfjörð mætti á fundinn og kynnti tillöguna.

Edward H. Huijbens V-lista bar upp vanhæfi í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd þakkar Baldri fyrir kynninguna og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við uppsetningu hraðhleðslustöðva á umræddum stöðum en bendir á að samþykki lóðarhafa þarf að liggja fyrir áður en framkvæmdir hefjast.

7.Bílastæði - sérmerking fyrir bíla á innlendu eldsneyti

Málsnúmer 2015060174Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi móttekið 22. júní 2015, þar sem Guðmundur Haukur Sigurðarson f.h. Vistorku ehf., kt. 670515-0950, óskar eftir að skipulagsdeild og framkvæmdadeild Akureyrarbæjar í samráði við Akureyrarstofu merki með áberandi hætti nokkur bílastæði í og við miðbæinn sem yrðu þannig frátekin fyrir bíla sem aðeins nota innlent eldsneyti.

Í framhaldi verður óskað eftir því að Norðurorka setji upp rafhleðslutengla við þessi stæði.

Meðfylgjandi er kort sem sýnir hugmynd að staðsetningu stæðanna.

Guðmundur Haukur Sigurðarson mætti á fundinn og kynnti tillöguna.
Skipulagsnefnd þakkar Guðmundi fyrir kynninguna og fagnar innkomnu erindi. Skipulagsnefnd getur ekki fallist á umbeðin stæði í Hafnarstræti en fellst í staðinn á merkingu tveggja stæða á bílastæðum við Skipagötu. Að öðru leiti gerir skipulagsnefnd fyrir sitt leyti ekki athugasemd við að bílastæðin á umbeðnum stöðum verði máluð með áberandi hætti en bendir á að samþykki lóðarhafa þarf að liggja fyrir áður en framkvæmdir hefjast.

Heimilt verði að leggja vistorkubílum í stæðin án tímatakmarkana.

8.Undirhlíð - Miðholt, Undirhlíð 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2014020154Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. febrúar 2014 og 17. febrúar 2015 frá Ingólfi Frey Guðmundssyni þar sem hann f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Undirhlíðar 1-3.

Óskað er eftir að íbúðum verði fjölgað um 11, úr 25 í 36, í Undirhlíð 1, og að skilyrði um að íbúðirnar verði fyrir 50 ára og eldri verði fellt út.

Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 29. apríl 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á grundvelli ofangreindra breytinga.

Innkomin tölvupóstur dagsettur 3. júní 2015 frá Helga Erni Eyþórssyni fh. SS Byggis þar sem óskað er eftir að ákvæði skilmála núgildandi deiliskipulags, er fram koma í kafla 5.2 er fjallar um jarðvegsframkvæmdir og grundun fjölbýlishússins og um óháð eftirlit með stöðu vatnsborðs í jarðvegi í nágrenni lóðar vegna hugsanlegs jarðsigs á meðan á framkvæmdum stendur, verði felld niður.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu þann 10. júní sl. og fól skipulagsstjóra að óska eftir því að jarðvegssérfræðingur yrði fenginn til þess að endurmeta aðstæður vegna hugsanlegs jarðsigs á svæðinu.

Fulltrúi Mannvits mætti á fundinn og fór yfir fyrirliggjandi gögn vegna jarðvegsframkvæmda.
Skipulagsnefnd þakkar fulltrúa Mannvits fyrir kynninguna og leggur til að ákvæði í skilmálum deiliskipulagsins er fram koma í kafla 5.2 haldi sér í núverandi mynd. Útbúa skal samning um aðkomu lóðarhafa vegna kostnaðar um jarðvegseftirlit á meðan á framkvæmdum stendur.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram nýja tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við ofangreint, þar sem gert er ráð fyrir að íbúðum verði fjölgað um 11, úr 25 í 36 og að skilyrði um að íbúðirnar verði fyrir 50 ára og eldri verði fellt út. Ekki er um að ræða aukningu á byggingarmagni.

Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Naustahverfi reitur 28, Krókeyrarnöf 21 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2015050039Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. maí 2015 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Bókhalds og ráðgjafar Auditor ehf., kt. 440302-3270, sækir um stækkun byggingarreits á lóð nr. 21 við Krókeyrarnöf.

Innkominn breytingaruppdráttur dagsettur 27. maí 2015 eftir Ágúst Hafsteinsson frá Formi ehf.

Erindið var grenndarkynnt frá 3. júní til 1. júlí 2015.

Ein athugasemd barst og ein fyrirspurn.

Evert Sveinbjörn Magnússon og Hugrún Stefánsdóttir, dagsett 15. júní 2015.

Athugasemd er gerð við skjólvegg á útisvæði og farið fram á að hann verði ekki hærri en 90 cm.

Fyrirspurn móttekin 18. júní 2015 frá Brynjari Bragasyni og Höllu B. Halldórsdóttur, Krókeyrarnöf 16.

Bent er á að framkvæmt hefur verið norðan við húsið sem er ekki í samræmi við samþykktar teikningar.

Spurt er hvað má veggur norðan húss vera hár skv. byggingarreglugerð og hver er heimild þeirra í Krókeyrarnöf 16 til þess að óska eftir hæðarmörkum á veggnum.
Svör við athugasemdum:

Útsendir uppdrættir eru til upplýsingar um það hvernig byggingin kæmi til með að líta út eftir þær breytingar sem sótt er um. Því geta uppdrættir í sumum tilvika verið í ósamræmi við samþykkta aðaluppdrætti. Ef tekið verður jákvætt í breytinguna mun verða sótt um byggingarleyfi vegna breytinga í samræmi við framlagðar tillögur.

Samkvæmt 2.3.5. gr. byggingarreglugerðar er heimilt að hafa skjólveggi innan lóðar allt að 180 cm án þess að sótt sé sérstaklega um byggingarleyfi. Skipulagsnefnd telur því ekki rétt að setja sérstaka skilmála á lóðina við Krókeyrarnöf 21 umfram aðrar lóðir.


Niðurstaða:

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

10.Naustahverfi, reitur 28 og Naustagata, Krókeyrarnöf 25 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2015010183Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. janúar 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson frá Kollgátu f.h. Gunnars Kristjáns Jónassonar sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna viðbyggingar við Krókeyrarnöf 25.

Innkominn breytingaruppdráttur dagsettur 27. maí 2015 eftir Loga Má Einarsson.

Erindið var grenndarkynnt frá 3. júní með athugasemdarfresti til 1. júlí 2015.

Ein athugasemd barst frá íbúum við Krókeyrarnöf 22 - 28, dagsett 25. júní 2015 og undirrituð af öllum þeim er grenndarkynninguna fengu.

Mótmælt er fyrirhugaðri stækkun byggingarreitsins við Krókeyrarnöf 25, þar sem stækkun hússins mun skerða verulega útsýni en nú þegar er búið að skerða útsýni með 2 metra háum garði. Óljóst er á teikningum hvaða áhrif sólpallur og skjólveggir geti haft á útsýni. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsnefnd tekur undir ábendingar íbúa um skerðingu á útsýni til austurs og hafnar því beiðni um deiliskipulagsbreytingu.

11.Hafnarstræti, göngugata - verklagsreglur um lokun

Málsnúmer 2015070016Vakta málsnúmer

Formaður skipulagsnefndar í samráði við Akureyrarstofu lagði fram tillögu að verklagsreglum um lokun göngugötunnar í Hafnarstræti að Ráðhústorgi sumarið 2015.

Lagt er til að göngugötunni verði lokað fyrir almenna bílaumferð um helgar, á föstudögum og laugardögum frá kl. 11:00 - 16:00 til loka ágúst 2015.

Í framhaldinu verði unnar verklagsreglur og nánari útlistun á lokun götunnar í samráði við hagsmunaðila á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og óskar eftir aðkomu Akureyrarstofu um auglýsingu vegna samþykktarinnar.

12.Glerárgata 32 - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 2015070018Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júlí 2015 þar sem Helgi Magnús Hermannsson sækir um breytta notkun hluta hússins nr. 32 við Glerárgötu. Sótt er um að breyta 3. og 4. hæð hússins í gistiheimili/hótelíbúðir eða íbúðir.

Meðfylgjandi eru teikningar.
Samkvæmt aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem blanda af verslunar- og þjónustusvæði og íbúðarsvæði. Samkvæmt núgildandi skipulagsreglugerð er heimilt að vera með hótel, gistiheimili og íbúðir á þannig skilgreindum svæðum.

Skipulagsnefnd gerir því ekki athugasemd við breytta notkun 3. og 4. hæðar hússins svo framarlega sem breytingarnar verði gerðar í sátt við aðra eigendur s.s. um afnot af bílastæðum innan lóðar o.þ.h.

13.Götu- og torgsala - beiðni um afnot af svæði

Málsnúmer 2015070015Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júlí 2015 frá Davíð R. Gunnarssyni f.h. Viðburðastofu Norðurlands, þar sem hann sækir um afnot af landsvæði sunnan við Réttarhvamm frá miðvikudegi 29. júlí til 3. ágúst 2015 undir starfsemi á borð við vatnabolta, paintball og loftbolta.

Þar sem svæðið er utan samþykktra svæða sem tilgreind eru í "Samþykkt Akureyrarkaupstaðar um götu- og torgsölu" er sótt um leyfi skipulagsnefndar fyrir afnotunum af svæðinu.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en haft skal samráð við framkvæmdadeild vegna skipulags og nýtingar svæðisins og Norðurorku vegna tenginga við rafmagn.

Svæðinu skal skilað í sama ástandi og komið var að því að öðrum kosti verði hreinsun gerð á kostnað leyfishafa.

14.Aðgengi fatlaðra - fyrirspurn

Málsnúmer 2015060220Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. júní 2015 þar sem Guðrún Pálmadóttir réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Norðurlandi, spyrst fyrir um aðgengi fatlaðra í Listagili, sýn skipulagsnefndar á algilda hönnun og úttektir á aðgengi fyrir fatlaða á Akureyri.
Samkvæmt deiliskipulagi miðbæjarins og samþykktum aðaluppdráttum fyrir Listasafnið er gert ráð fyrir tveimur bílastæðum sérmerktum fyrir fatlaða, annarsvegar á bílastæði ofan við Kaupvangsstræti 23 og hinsvegar innan lóðar Listasafnsins, Kaupvangsstræti 12.

Sérstakan kafla er að finna um algilda hönnun í byggingarreglugerð og eftir þeim ákvæðum er unnið við samþykkt aðaluppdrátta. Til stendur að endurskoða aðalskipulag Akureyrar á kjörtímabilinu og má búast við að í þeirri vinnu verði mörkuð skýrari stefna hvað varðar aðgengi fatlaðra að stofnunum bæjarins og umferðarmannavirkjum.

Aðgengismál fatlaðra er sífellt í vinnslu og eru gerðar kröfur um aðgengi í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar, sé þess kostur, þegar óskað er eftir breytingum á húsnæði.

Ekki hefur farið fram sérstök úttekt á aðgengi almennt í bænum en til stendur að sækja um styrk til velferðarráðuneytisins til að framkvæma úttekt á aðgengi að opinberum byggingum, umferðarmannvirkjum og öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að.

15.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 25. júní 2015. Lögð var fram fundargerð 546. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 12 liðum.
Lagt fram til kynningar.

16.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 2. júlí 2015. Lögð var fram fundargerð 547. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:55.