Bílastæði - sérmerking fyrir bíla á innlendu eldsneyti

Málsnúmer 2015060174

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 206. fundur - 24.06.2015

Erindi ódagsett, móttekið 22. júní 2015, þar sem Guðmundur Haukur Sigurðarson f.h. Vistorku ehf., kt. 670515-0950, óskar eftir að skipulagsdeild og framkvæmdadeild Akureyrarbæjar í samráði við Akureyrarstofu merki með áberandi hætti nokkur bílastæði í og við miðbæinn sem yrðu þannig frátekin fyrir bíla sem aðeins nota innlent eldsneyti.

Í framhaldi verður óskað eftir því að Norðurorka setji upp rafhleðslutengla við þessi stæði.

Meðfylgjandi er kort sem sýnir hugmynd að staðsetningu stæðanna.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir frekari kynningu.

Framkvæmdaráð - 311. fundur - 03.07.2015

Erindi frá Guðmundi Hauki Sigurðsyni, f.h. Vistorku, ódagsett, um merkingu á bílastæðum í og við miðbæ Akureyrar.
Framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið en leggur áherslu á að tími gildi í klukkustæðum og að ekki verði settar upp hleðslustöðvar í göngugötu vegna plássleysis.

Skipulagsnefnd - 207. fundur - 08.07.2015

Tekið fyrir að nýju erindi móttekið 22. júní 2015, þar sem Guðmundur Haukur Sigurðarson f.h. Vistorku ehf., kt. 670515-0950, óskar eftir að skipulagsdeild og framkvæmdadeild Akureyrarbæjar í samráði við Akureyrarstofu merki með áberandi hætti nokkur bílastæði í og við miðbæinn sem yrðu þannig frátekin fyrir bíla sem aðeins nota innlent eldsneyti.

Í framhaldi verður óskað eftir því að Norðurorka setji upp rafhleðslutengla við þessi stæði.

Meðfylgjandi er kort sem sýnir hugmynd að staðsetningu stæðanna.

Guðmundur Haukur Sigurðarson mætti á fundinn og kynnti tillöguna.
Skipulagsnefnd þakkar Guðmundi fyrir kynninguna og fagnar innkomnu erindi. Skipulagsnefnd getur ekki fallist á umbeðin stæði í Hafnarstræti en fellst í staðinn á merkingu tveggja stæða á bílastæðum við Skipagötu. Að öðru leiti gerir skipulagsnefnd fyrir sitt leyti ekki athugasemd við að bílastæðin á umbeðnum stöðum verði máluð með áberandi hætti en bendir á að samþykki lóðarhafa þarf að liggja fyrir áður en framkvæmdir hefjast.

Heimilt verði að leggja vistorkubílum í stæðin án tímatakmarkana.