Erindi dagsett 20. febrúar 2014 og 17. febrúar 2015 frá Ingólfi Frey Guðmundssyni þar sem hann f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Undirhlíðar 1-3.
Óskað er eftir að íbúðum verði fjölgað um 11, úr 25 í 36, í Undirhlíð 1, og að skilyrði um að íbúðirnar verði fyrir 50 ára og eldri verði fellt út.
Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 29. apríl 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á grundvelli ofangreindra breytinga.
Innkomin tölvupóstur dagsettur 3. júní 2015 frá Helga Erni Eyþórssyni fh. SS Byggis þar sem óskað er eftir að ákvæði skilmála núgildandi deiliskipulags, er fram koma í kafla 5.2 er fjallar um jarðvegsframkvæmdir og grundun fjölbýlishússins og um óháð eftirlit með stöðu vatnsborðs í jarðvegi í nágrenni lóðar vegna hugsanlegs jarðsigs á meðan á framkvæmdum stendur, verði felld niður.
Afgreiðslu erindisins er frestað.