Naustahverfi, reitur 28 og Naustagata - umsókn um deiliskipulagsbreytingu vegna Krókeyrarnafar 25

Málsnúmer 2015010183

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 195. fundur - 28.01.2015

Erindi dagsett 19. janúar 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson frá Kollgátu f.h. Gunnars Kristjáns Jónassonar sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna viðbyggingar við Krókeyrarnöf 25. Meðfylgjandi eru uppdrættir eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar sem síðar verði grenndarkynnt.

Skipulagsnefnd - 204. fundur - 27.05.2015

Erindi dagsett 19. janúar 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson frá Kollgátu f.h. Gunnars Kristjáns Jónassonar sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna viðbyggingar við Krókeyrarnöf 25.

Innkominn breytingaruppdráttur dagsettur 27. maí 2015 eftir Loga Má Einarsson.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3375. fundur - 02.06.2015

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 27. maí 2015:

Erindi dagsett 19. janúar 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson frá Kollgátu f.h. Gunnars Kristjáns Jónassonar sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna viðbyggingar við Krókeyrarnöf 25.

Innkominn breytingaruppdráttur dagsettur 27. maí 2015 eftir Loga Má Einarsson.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Logi Már Einarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.


Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 207. fundur - 08.07.2015

Erindi dagsett 19. janúar 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson frá Kollgátu f.h. Gunnars Kristjáns Jónassonar sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna viðbyggingar við Krókeyrarnöf 25.

Innkominn breytingaruppdráttur dagsettur 27. maí 2015 eftir Loga Má Einarsson.

Erindið var grenndarkynnt frá 3. júní með athugasemdarfresti til 1. júlí 2015.

Ein athugasemd barst frá íbúum við Krókeyrarnöf 22 - 28, dagsett 25. júní 2015 og undirrituð af öllum þeim er grenndarkynninguna fengu.

Mótmælt er fyrirhugaðri stækkun byggingarreitsins við Krókeyrarnöf 25, þar sem stækkun hússins mun skerða verulega útsýni en nú þegar er búið að skerða útsýni með 2 metra háum garði. Óljóst er á teikningum hvaða áhrif sólpallur og skjólveggir geti haft á útsýni. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsnefnd tekur undir ábendingar íbúa um skerðingu á útsýni til austurs og hafnar því beiðni um deiliskipulagsbreytingu.