Erindi dagsett 19. janúar 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson frá Kollgátu f.h. Gunnars Kristjáns Jónassonar sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna viðbyggingar við Krókeyrarnöf 25.
Innkominn breytingaruppdráttur dagsettur 27. maí 2015 eftir Loga Má Einarsson.
Erindið var grenndarkynnt frá 3. júní með athugasemdarfresti til 1. júlí 2015.
Ein athugasemd barst frá íbúum við Krókeyrarnöf 22 - 28, dagsett 25. júní 2015 og undirrituð af öllum þeim er grenndarkynninguna fengu.
Mótmælt er fyrirhugaðri stækkun byggingarreitsins við Krókeyrarnöf 25, þar sem stækkun hússins mun skerða verulega útsýni en nú þegar er búið að skerða útsýni með 2 metra háum garði. Óljóst er á teikningum hvaða áhrif sólpallur og skjólveggir geti haft á útsýni. Meðfylgjandi eru myndir.