Bæjarráð gerði á fundi sínum þann 24. apríl 2015 eftirfarandi bókun:
Lagðar fram 53. og 54. fundargerð hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis dagsettar 24. febrúar og 16. apríl 2015.
Fundargerðirnar má finna á netslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/lunda-og-gerdahverfi/fundargerdir.Bæjarráð vísar 3. lið d) og f) fundargerðar 54. fundar til skipulagsdeildar.
Liður úr fundargerð:
3. Ýmis mál er þarfnast úrbóta.
d) Fengum ábendingu um að hægri rétturinn sé áberandi í Gerðahverfi 2. Íbúar telja mikilvægt að brugðist verði við áður en stórslys verða og setja upp biðskyldur í hverfinu.
f) Autt svæði er sem tilheyrir Bjarkarlundi 2. Mikil slysagildra og teljum við brýnt að gert verði að þessari lóð. Til dæmis má tyrfa og setja rólur, sandkassa og rennibraut.
Bæjarráð vísar 2. lið fundargerðar 54. fundar til framkvæmdadeildar ásamt 3. lið a), b) og c), 3. lið d) og f) er vísað til skipulagsdeildar, aðrir liðir fundargerðarinnar eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.