14. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 29. apríl 2015:
Erindi dagsett 12. janúar 2015 þar sem Halldór Jóhannsson f.h. Bílaklúbbs Akureyrar, kt. 660280-0149, sækir um leyfi til að nota neðsta hluta lóðarinnar Hlíðarfjallsvegar 11 sem tjaldsvæði og/eða bílastæði ásamt stöðuleyfi fyrir snyrtingagámum samkvæmt meðfylgjandi tillögu.
Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 29. apríl 2015 og er unnin af Halldóri Jóhannssyni frá Teiknum á lofti ehf.
Innkomin yfirlýsing dagsett 17. apríl 2015 frá Hestamannafélaginu Létti, þar sem fram kemur að félagið hefur kynnt sér fyrirhugaða framkvæmd á uppbyggingu tjaldsvæðisins og vegalangingu og gerir ekki athugasemd við framkvæmdina.
Einungis er um að ræða breytingu á notkun austasta hluta lóðar BA undir tjaldsvæði vegna viðburða og tengingu við hana og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Fyrir liggur yfirlýsing frá Hestmannafélaginu Létti sem ekki gerir athugasemd við framkvæmdina um uppbyggingu tjaldsvæðis innan lóðar BA og þar með talda veglagningu að tjaldsvæðinu sem liggur samhliða reiðleið.
Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Afgreiðslu erindisins er frestað.