Hverfisnefnd Giljahverfis - fundargerð

Málsnúmer 2015010085

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3454. fundur - 09.04.2015

Lögð fram 13. fundargerð hverfisnefndar Giljahverfis dagsett 18. mars 2015.

Fundargerðina má finna á netslóðinni:

http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/giljahverfi
Bæjarráð vísar 3., 5. og 6. lið til framkvæmdadeildar, aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

Bæjarráð - 3456. fundur - 24.04.2015

Lögð fram 14. fundargerð hverfisnefndar Giljahverfis dagsett 9. apríl 2015 - aðalfundur.
Fundargerðina má finna á netslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/giljahverfi
Bæjarráð vísar 2. lið 2 til skipulagsdeidar ásamt seinni ósk í 5. lið, 2. lið 1 og 3-9 er vísað til framkvæmdadeildar ásamt fyrri ósk í 5. lið, 1., 3. og 4. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

Skipulagsnefnd - 203. fundur - 13.05.2015

Bæjarráð gerði á fundi sínum þann 24. apríl 2015 eftirfarandi bókun:

Lögð fram 14. fundargerð hverfisnefndar Giljahverfis dagsett 9. apríl 2015 - aðalfundur.

Fundargerðina má finna á netslóðinni:

http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/giljahverfi

Bæjarráð vísar 2. lið 2) til skipulagsdeildar ásamt seinni ósk í 5. lið.

Liðir úr fundargerð:

2. Önnur verkefni.

2) Færa hámarkshraða Merkigils niður í 30 km. Skoða möguleika á að þrengja götuna við gangbrautir eða setja niður hraðahindranir.

5. Önnur mál.

(Úr fundargerð 20. febrúar 2013)

"Leyfilegur hámarkshraði í hverfinu og þá sérstaklega í Merkigili. Hámarkshraði var hækkaður úr 30 í 50 en ósk hverfisnefnar er að hann verði lækkaður niður í 30 aftur því að mikil umferð barna er yfir götuna. Eins er mælst til þess að göngubrautir verði betur upplýstar og jafnvel hraðahindranir með eyju settar niður. Almennt eru gangbrautir yfir Merkigil með lélega eða enga lýsingu og gangbrautamerkingar óupplýstar.
Svar við ábendingum:

2. Önnur verkefni.

2) Samkvæmt bókun skipulagsnefndar frá 12. nóvember 2011 var tekin ákvörðun um að 50 km hámarkshraði yrði til bráðabirgða á eftirfarandi safngötum: Miðsíðu, Vestursíðu og Merkigili. Einnig var bókað að aðrar safngötur skyldu haldast óbreyttar með 30 km hámarkshraða.

Ástæða þess var, að ekki skyldi farið í endurskoðun á leiðakerfi SVA að sinni en 30 km hámarkshraðabreytingar á þessum safngötum hefðu kallað á slíka endurskoðun.

Nú stendur yfir endurskoðun á leiðakerfi SVA og beinir skipulagsnefnd því til framkvæmdadeildar að tekið verði tillit til þess að ofangreindar götur muni verða 30 km götur.

5. Önnur mál.

Ósk um lýsingu við gangbrautir á Merkigili og jafnvel hraðahindranir með eyju er vísað til framkvæmdadeildar.